Fljótasta kona landsins vinnur hjá skattinum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss. Hér sést hún í þættinum „Á æfingu“ sem er vefþáttur Frjálsíþróttasambands Íslands. Skjámynd/Youtube Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Sjá meira