Fljótasta kona landsins vinnur hjá skattinum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss. Hér sést hún í þættinum „Á æfingu“ sem er vefþáttur Frjálsíþróttasambands Íslands. Skjámynd/Youtube Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti