Agla María hyggst klára námið og vanda valið fyrir atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 23:00 Agla María Albertsdóttir sækir að Hallberu Guðnýju Gísladóttur í leik Breiðabliks og Vals í fyrra. Liðin mættust í kvöld þar sem Hallbera tryggði Val 2-1 sigur í æfingaleik. VÍSIR/DANÍEL „Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
„Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira