Gæti faraldurinn fært íslenskum liðum forskot? Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 20:00 Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel „Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira