Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 13:20 Miklar deilur hafa staðið yfir á Bretlandi um ákvörðun Dominics Cummings um að keyra um 400 kílómetra frá London þegar hann og kona hans sýndu einkenni Covid-19 og í gildi voru reglur um að fólk héldi sig sem mest heima. AP/Victoria Jones Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59