Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2020 11:30 Kári Stefánsson mætir til fundar í Stjórnarráðið upp úr klukkan ellefu í morgun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið við Lækjargötu. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að neðan má sjá þegar Kári yfirgaf fundinn rúmum hálftíma eftir að hann hófst. Þar sagðist hann blaðra alltof mikið en sagði líkur á því að Íslensk erfðagreining kæmi að skimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári mætti í Kastljósið í gær þar sem hann var hneykslaður á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var boðað til fundarins áður en til Kastljósviðtalsins kom. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, flokksystur úr Vinstri grænum, á blaðamannafundi á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Í bakgrunni er Alma Dagbjört Möller landlæknir.Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að Kára hafi verið mikið niðri fyrir í viðtalinu í gærkvöldi. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Sagði hann heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Fengu engar þakkir frá Svandísi Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís flutti eftirtektarverða ræðu á síðasta upplýsingafundinum á mánudaginn þar sem þríeykið var heiðrað með blómum. Ekkert var minnst á Íslenska erfðagreiningu í ræðunni. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Kári sagði að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Telur eðlilegt að fyrirtækið snúi til hefðbundinna starfa Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi á þriðjudag að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að bjóða upp á skimanir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli í tvær vikur frá og með 15. júní. Margt er þó óljóst og ófrágengið í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári sagði hins vegar í gærkvöldi að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að verkefnahópnum hefði verið falið að kanna stöðuna eins og hún væri í dag og getu til skimana. Niðurstaðan hefði verið sú að nauðsynlegt væri að ræða við aðra aðila til að það gæti gengið eftir, og það verði gert. Kári Stefánsson kominn upp í leigubíl að loknum fundi í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin var síðast uppfærð 11:55 eftir að fundi Kára með forsætisráðherra lauk. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið við Lækjargötu. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að neðan má sjá þegar Kári yfirgaf fundinn rúmum hálftíma eftir að hann hófst. Þar sagðist hann blaðra alltof mikið en sagði líkur á því að Íslensk erfðagreining kæmi að skimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári mætti í Kastljósið í gær þar sem hann var hneykslaður á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var boðað til fundarins áður en til Kastljósviðtalsins kom. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, flokksystur úr Vinstri grænum, á blaðamannafundi á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Í bakgrunni er Alma Dagbjört Möller landlæknir.Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að Kára hafi verið mikið niðri fyrir í viðtalinu í gærkvöldi. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Sagði hann heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Fengu engar þakkir frá Svandísi Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís flutti eftirtektarverða ræðu á síðasta upplýsingafundinum á mánudaginn þar sem þríeykið var heiðrað með blómum. Ekkert var minnst á Íslenska erfðagreiningu í ræðunni. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Kári sagði að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Telur eðlilegt að fyrirtækið snúi til hefðbundinna starfa Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi á þriðjudag að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að bjóða upp á skimanir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli í tvær vikur frá og með 15. júní. Margt er þó óljóst og ófrágengið í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári sagði hins vegar í gærkvöldi að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að verkefnahópnum hefði verið falið að kanna stöðuna eins og hún væri í dag og getu til skimana. Niðurstaðan hefði verið sú að nauðsynlegt væri að ræða við aðra aðila til að það gæti gengið eftir, og það verði gert. Kári Stefánsson kominn upp í leigubíl að loknum fundi í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin var síðast uppfærð 11:55 eftir að fundi Kára með forsætisráðherra lauk.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54