Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2020 11:30 Kári Stefánsson mætir til fundar í Stjórnarráðið upp úr klukkan ellefu í morgun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið við Lækjargötu. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að neðan má sjá þegar Kári yfirgaf fundinn rúmum hálftíma eftir að hann hófst. Þar sagðist hann blaðra alltof mikið en sagði líkur á því að Íslensk erfðagreining kæmi að skimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári mætti í Kastljósið í gær þar sem hann var hneykslaður á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var boðað til fundarins áður en til Kastljósviðtalsins kom. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, flokksystur úr Vinstri grænum, á blaðamannafundi á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Í bakgrunni er Alma Dagbjört Möller landlæknir.Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að Kára hafi verið mikið niðri fyrir í viðtalinu í gærkvöldi. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Sagði hann heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Fengu engar þakkir frá Svandísi Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís flutti eftirtektarverða ræðu á síðasta upplýsingafundinum á mánudaginn þar sem þríeykið var heiðrað með blómum. Ekkert var minnst á Íslenska erfðagreiningu í ræðunni. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Kári sagði að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Telur eðlilegt að fyrirtækið snúi til hefðbundinna starfa Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi á þriðjudag að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að bjóða upp á skimanir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli í tvær vikur frá og með 15. júní. Margt er þó óljóst og ófrágengið í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári sagði hins vegar í gærkvöldi að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að verkefnahópnum hefði verið falið að kanna stöðuna eins og hún væri í dag og getu til skimana. Niðurstaðan hefði verið sú að nauðsynlegt væri að ræða við aðra aðila til að það gæti gengið eftir, og það verði gert. Kári Stefánsson kominn upp í leigubíl að loknum fundi í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin var síðast uppfærð 11:55 eftir að fundi Kára með forsætisráðherra lauk. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið við Lækjargötu. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að neðan má sjá þegar Kári yfirgaf fundinn rúmum hálftíma eftir að hann hófst. Þar sagðist hann blaðra alltof mikið en sagði líkur á því að Íslensk erfðagreining kæmi að skimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári mætti í Kastljósið í gær þar sem hann var hneykslaður á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var boðað til fundarins áður en til Kastljósviðtalsins kom. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, flokksystur úr Vinstri grænum, á blaðamannafundi á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Í bakgrunni er Alma Dagbjört Möller landlæknir.Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að Kára hafi verið mikið niðri fyrir í viðtalinu í gærkvöldi. Sagði hann að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. „Samskipti okkar [Íslenskrar erfðagreiningar] við það ráðuneyti eru á þann veg að við treystum okkur ekki til þess.“ Sagði hann heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa.“ Fengu engar þakkir frá Svandísi Kári vísaði meðal annars til þess að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna, hefði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís flutti eftirtektarverða ræðu á síðasta upplýsingafundinum á mánudaginn þar sem þríeykið var heiðrað með blómum. Ekkert var minnst á Íslenska erfðagreiningu í ræðunni. „Þetta móðgaði fólkið niðri í Vatnsmýri að því marki að fólkið niðri í Vatnsmýri sagði ,Jæja, ef það stendur til að fara að skima einhvers staðar þá verða það aðrir heldur en við,‘“ sagði Kári og kvaðst ekki vita um ástæðu þess að hann og annað starfsfólk fyrirtækisins fékk ekki þakkir fyrir starf sitt, sem fólst einn helst í að taka stærstan hluta sýna sem tekinn hefur verið fyrir veirunni hér á landi. Kári sagði að fyrirtækið hefði verið tilbúið að veita ráð um hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Einnig hafi fyrirtækið boðist til þess að lána tækjabúnað til verksins. „En það var ekki leitað til okkar, það ráðfærði sig enginn við okkur,“ sagði Kári. Telur eðlilegt að fyrirtækið snúi til hefðbundinna starfa Hann hefði fyrst heyrt af því í Kastljósi á þriðjudag að ráðherra gerði ráð fyrir að Íslensk erfðagreining gæti komið til bjargar í ljósi þess hve mikil óvissa er auk þess sem ljóst er veirufræðideild Landspítalans mun ekki anna fleiri ferðamönnum en 500 á dag. Svandís var gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að bjóða upp á skimanir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli í tvær vikur frá og með 15. júní. Margt er þó óljóst og ófrágengið í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Kári sagði hins vegar í gærkvöldi að ekki hefði verið haft samband við hann eða aðra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og því teldi hann ósköp eðlilegt að fyrirtækið sneri sér að aftur sinni hefðbundnu dagvinnu, sem fælist í því að rannsaka hina ýmsu sjúkdóma. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að verkefnahópnum hefði verið falið að kanna stöðuna eins og hún væri í dag og getu til skimana. Niðurstaðan hefði verið sú að nauðsynlegt væri að ræða við aðra aðila til að það gæti gengið eftir, og það verði gert. Kári Stefánsson kominn upp í leigubíl að loknum fundi í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin var síðast uppfærð 11:55 eftir að fundi Kára með forsætisráðherra lauk.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54