Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2020 23:35 Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafi K. Nielsen, formanni Fuglaverndarfélagsins, óar við þeim fjölda vindmyllugarða sem nú eru í pípunum. „Það er eins og eitthvert gullgrafaraæði sé í gangi. Menn hlaupa eins og landafjandar um allt land og reka niður hæla og segja: Hér vil ég byggja!“ Hann segir félagið hvetja til varfærni. Því þurfi vandað umhverfismat. „Í ljósi þessa höfum við hjá Fuglavernd hvatt stjórnvöld til þess að reyna að afmarka á einhvern máta þau svæði þar sem að vindmyllugarðar kæmu til greina. Ekki að landið allt verði undir.“ Ólafur vill hlífa svæðum sem skilgreind eru sem mikilvæg fuglasvæði, sem hann segir um eitthundrað talsins, en einnig farleiðum farfugla, sem eigi sínar þjóðbrautir á þessum loftvegum. „Og einn af þessum stöðum er til dæmis Þykkvibærinn,“ segir Ólafur. Frá vindmyllum í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu.Mynd/Stöð 2. Þar hafi þegar risið tvær vindmyllur, áform verið uppi um vindmyllugarð, á svæði þar sem að hans mati ætti ekki að leyfa slík mannvirki. „Þetta er tugir þúsunda fugla, eða hundruð þúsunda fugla, sem fara um Þykkvabæinn. Stórir fuglar og þungir á flugi, líkt og gæsir, álftir, endur.“ Hann segir stóra fugla berskjaldaða gagnvart vindmyllum og tekur dæmi frá eynni Smøla á vesturströnd Noregs. „Þar hafa hátt í eitthundrað ernir farist í einum vindmyllugarði síðan hann var reistur fyrir einum fimmtán árum síðan,“ segir Ólafur. Hann varar við vindmyllum á búsvæðum arnarins hérlendis, eins og Breiðafirði og Mýrum. „Ef við verðum með vindmyllugarð á slíkum stöðum þá gæti örninn orðið illa úti,“ segir formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Rangárþing ytra Dalabyggð Reykhólahreppur Tengdar fréttir Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafi K. Nielsen, formanni Fuglaverndarfélagsins, óar við þeim fjölda vindmyllugarða sem nú eru í pípunum. „Það er eins og eitthvert gullgrafaraæði sé í gangi. Menn hlaupa eins og landafjandar um allt land og reka niður hæla og segja: Hér vil ég byggja!“ Hann segir félagið hvetja til varfærni. Því þurfi vandað umhverfismat. „Í ljósi þessa höfum við hjá Fuglavernd hvatt stjórnvöld til þess að reyna að afmarka á einhvern máta þau svæði þar sem að vindmyllugarðar kæmu til greina. Ekki að landið allt verði undir.“ Ólafur vill hlífa svæðum sem skilgreind eru sem mikilvæg fuglasvæði, sem hann segir um eitthundrað talsins, en einnig farleiðum farfugla, sem eigi sínar þjóðbrautir á þessum loftvegum. „Og einn af þessum stöðum er til dæmis Þykkvibærinn,“ segir Ólafur. Frá vindmyllum í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu.Mynd/Stöð 2. Þar hafi þegar risið tvær vindmyllur, áform verið uppi um vindmyllugarð, á svæði þar sem að hans mati ætti ekki að leyfa slík mannvirki. „Þetta er tugir þúsunda fugla, eða hundruð þúsunda fugla, sem fara um Þykkvabæinn. Stórir fuglar og þungir á flugi, líkt og gæsir, álftir, endur.“ Hann segir stóra fugla berskjaldaða gagnvart vindmyllum og tekur dæmi frá eynni Smøla á vesturströnd Noregs. „Þar hafa hátt í eitthundrað ernir farist í einum vindmyllugarði síðan hann var reistur fyrir einum fimmtán árum síðan,“ segir Ólafur. Hann varar við vindmyllum á búsvæðum arnarins hérlendis, eins og Breiðafirði og Mýrum. „Ef við verðum með vindmyllugarð á slíkum stöðum þá gæti örninn orðið illa úti,“ segir formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Rangárþing ytra Dalabyggð Reykhólahreppur Tengdar fréttir Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53
Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15