Skipar starfshóp um Errósetur á Klaustri Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2020 14:31 Myndlistarmaðurinn Erró hefur á löngum ferli skapað sér orðstír sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. Listasafn Reykjavíkur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp um starfsemi og uppbyggingu Erróseturs á Kirkjubæjarklaustri. Er markmiðið með verkefninu að koma upp safni og/eða sýningu um líf og uppvöxt listamannsins og miðla listferli hans í máli og myndum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að vonir standi til að Errósetur verði listatengdu menningarstarfi til framdráttar og mikilvægur afþreyingar- og fræðslustaður í héraði og á landsvísu. „Hugmyndin á sér nokkurn aðdraganda en áhugafólk um stofnun Erróseturs kynnti áform sín um málið árið 2011 og Félag um Errósetur var stofnað árið 2012. Starfshópinn skipa Eiríkur Þorláksson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Eva Björk Hjarðardóttir oddviti, fulltrúi Skaftárhrepps, og Rúnar Leifsson tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,“ segir í tilkynningunni. Rockwell Painting My Autoportrait eftir Erró frá árinu 2009. Myndin er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu Myndlistarmaðurinn Erró hefur á löngum ferli skapað sér orðstír sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. „Í verkum fæst hann við fjölbreytt viðfangsefni en kunnastur er hann fyrir málverk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta fjölbreyttra hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri, en hélt síðar til náms í Reykjavík árið 1949, þar sem hann útskrifaðist úr teiknikennaradeild árið 1952 og hélt síðan til frekara náms í Noregi og á Ítalíu,“ segir um myndlistarmanninn. Haft eftir eftir Lilju að vilji sé til að miðla okkar menningu, sögu og menningararfi á fjölbreyttan hátt og sem víðast um landið. „Það er sérlega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við að byggja upp margvísleg menningarsetur og söfn út um allt land – þangað er gaman að koma, fræðast og upplifa, fyrir alla fjölskylduna. Verkefni af þessu tagi gæti líkað skapað jarðveg fyrir frjótt og gott samstarf, t.d. við listasöfnin og Listaháskóla Íslands,“ segir Lilja. Myndlist Skaftárhreppur Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp um starfsemi og uppbyggingu Erróseturs á Kirkjubæjarklaustri. Er markmiðið með verkefninu að koma upp safni og/eða sýningu um líf og uppvöxt listamannsins og miðla listferli hans í máli og myndum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að vonir standi til að Errósetur verði listatengdu menningarstarfi til framdráttar og mikilvægur afþreyingar- og fræðslustaður í héraði og á landsvísu. „Hugmyndin á sér nokkurn aðdraganda en áhugafólk um stofnun Erróseturs kynnti áform sín um málið árið 2011 og Félag um Errósetur var stofnað árið 2012. Starfshópinn skipa Eiríkur Þorláksson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Eva Björk Hjarðardóttir oddviti, fulltrúi Skaftárhrepps, og Rúnar Leifsson tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,“ segir í tilkynningunni. Rockwell Painting My Autoportrait eftir Erró frá árinu 2009. Myndin er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu Myndlistarmaðurinn Erró hefur á löngum ferli skapað sér orðstír sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. „Í verkum fæst hann við fjölbreytt viðfangsefni en kunnastur er hann fyrir málverk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta fjölbreyttra hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri, en hélt síðar til náms í Reykjavík árið 1949, þar sem hann útskrifaðist úr teiknikennaradeild árið 1952 og hélt síðan til frekara náms í Noregi og á Ítalíu,“ segir um myndlistarmanninn. Haft eftir eftir Lilju að vilji sé til að miðla okkar menningu, sögu og menningararfi á fjölbreyttan hátt og sem víðast um landið. „Það er sérlega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við að byggja upp margvísleg menningarsetur og söfn út um allt land – þangað er gaman að koma, fræðast og upplifa, fyrir alla fjölskylduna. Verkefni af þessu tagi gæti líkað skapað jarðveg fyrir frjótt og gott samstarf, t.d. við listasöfnin og Listaháskóla Íslands,“ segir Lilja.
Myndlist Skaftárhreppur Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira