Eins gott að Hafþór keppir ekki við Eddie Hall í sjómanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 09:30 Devon Larratt fór illa með Hafþór Júlíus Björnsson í sjómanni eins og sjá má hér. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall eru litlir vinir og undirbúa sig nú af kappi fyrir að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas. Lesendur hafa mikinn áhuga á heimsmethafanum og „Fjallinu“ úr „Game Of Thrones“ og því hafa menn verið að leita að fréttum af íslenska kraftatröllinu sem ætlar nú að breyta sér í hnefaleikamann á einu ári. Í tilefni af því að opinberar deilur Hafþórs og Eddie Hall hafa stolið athyglinni að undanförnu þá hafa þeir á Sportbible grafið upp að þeirra mati vandræðalegt tap Hafþórs í sjómanni frá árinu 2015. Hafthor 'The Mountain' Bjornsson took on a man almost 200lb lighter than him in an arm-wrestling contest - and was beaten with shocking ease.https://t.co/ZPjwy32Ab2 pic.twitter.com/d28B2IFy3a— SPORTbible (@sportbible) May 26, 2020 Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti atvinnumanninum Devon Larratt. Larratt var þarna næstum því 90 kílóum léttari en Hafþór og Íslendingurinn hefði því átt að öllu eðlilegu að vera alvöru andstæðingur fyrir hann. Annað kom á daginn því Devon átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Hafþór Júlíus að velli. Larratt var aðeins 102 kíló á þessum tíma en Hafþór er auðvitað meira en 190 kíló auk þess að vera vel yfir tvo metra á hæð. Larratt er náttúrulega atvinnumaður í sjómanni og yfirburðir hans eru svo miklir að hann er að kenna Hafþóri tökin um leið og hann vinnur hann sannfærandi. Hafþór Júlíus Björnsson tók tapinu vel enda með það alveg á hreinu að hans styrkleiki liggur annars staðar en í sjómanni. Það var alveg ljóst að hann myndi sigra Devon Larratt í flestum kraftaþrautum. Samkvæmt þessu myndbandi hér fyrir neðan er nokkuð ljóst að Hafþór má þakka fyrir að þurfa ekki að keppa við Eddie Hall í sjómanni. watch on YouTube Kraftlyftingar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall eru litlir vinir og undirbúa sig nú af kappi fyrir að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas. Lesendur hafa mikinn áhuga á heimsmethafanum og „Fjallinu“ úr „Game Of Thrones“ og því hafa menn verið að leita að fréttum af íslenska kraftatröllinu sem ætlar nú að breyta sér í hnefaleikamann á einu ári. Í tilefni af því að opinberar deilur Hafþórs og Eddie Hall hafa stolið athyglinni að undanförnu þá hafa þeir á Sportbible grafið upp að þeirra mati vandræðalegt tap Hafþórs í sjómanni frá árinu 2015. Hafthor 'The Mountain' Bjornsson took on a man almost 200lb lighter than him in an arm-wrestling contest - and was beaten with shocking ease.https://t.co/ZPjwy32Ab2 pic.twitter.com/d28B2IFy3a— SPORTbible (@sportbible) May 26, 2020 Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti atvinnumanninum Devon Larratt. Larratt var þarna næstum því 90 kílóum léttari en Hafþór og Íslendingurinn hefði því átt að öllu eðlilegu að vera alvöru andstæðingur fyrir hann. Annað kom á daginn því Devon átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Hafþór Júlíus að velli. Larratt var aðeins 102 kíló á þessum tíma en Hafþór er auðvitað meira en 190 kíló auk þess að vera vel yfir tvo metra á hæð. Larratt er náttúrulega atvinnumaður í sjómanni og yfirburðir hans eru svo miklir að hann er að kenna Hafþóri tökin um leið og hann vinnur hann sannfærandi. Hafþór Júlíus Björnsson tók tapinu vel enda með það alveg á hreinu að hans styrkleiki liggur annars staðar en í sjómanni. Það var alveg ljóst að hann myndi sigra Devon Larratt í flestum kraftaþrautum. Samkvæmt þessu myndbandi hér fyrir neðan er nokkuð ljóst að Hafþór má þakka fyrir að þurfa ekki að keppa við Eddie Hall í sjómanni. watch on YouTube
Kraftlyftingar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira