Rof í geðlæknismeðferðum vegna heimsfaraldursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2020 14:35 Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Reykjavíkurborg Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28
Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30