Ekki benda á mig, segir forsetinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 09:10 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á ástandi landsins. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á því að Brasilía er að verða eitt verst stadda landið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hann hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Forsetinn segist enn sannfærður um að afleiðingar félagsforðunar á efnahag Brasilíu muni hafa verri afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Þá hefur hann ítrekað kallað veiruna „litla flensu“ og heilbrigðisstarfsmenn segja fólk draga það að viðurkenna veikindi af ótta við þann smánarblett sem fylgir veirunni. Það hefur aukið hættuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa staðið frammi fyrir. Brasilía er nú í öðru sæti ríkja heimsins varðandi fjölda staðfestra smita og í því sjötta yfir dauðsföll. Alls hafa minnst 374.898 smitast og 23.473 dáið, þegar þetta er skrifað. Líkur hafa verið leiddar að því að mun fleiri hafi í raun dáið vegna veirunnar og það sjáist þegar fjöldi látinna síðustu mánuði er skoðaður og borinn saman við meðalfjölda látinna á sömu mánuðum undanfarin ár. Þriðji heilbrigðisráðherrann Bolsonaro hefur ítrekað neitað að bera ábyrgð á aðgerðum sínum varðandi faraldurinn. Sérstaklega þegar kemur að því að hann hefur grafið undan aðgerðum og yfirlýsingum ríkis- og borgarstjóra varðandi félagsforðun. „Að opna hagkerfið er áhætta sem ég tek, því ef þetta [faraldurinn] versnar, lendir það í fanginu á mér,“ sagði Bolsonaro í apríl, skömmu eftir að hann hafði rekið heilbrigðisráðherra sinn og skipað nýjan, sem átti að verja efnahag ríkisins gegn faraldrinum. Sá heilbrigðisráðherra hafði stutt aðgerðir ríkisstjóra. Sá næsti hætti þegar hann og Bolsonaro voru ósammála um gæði lyfsins chloroquine. Nú er hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðisstarfsemi heilbrigðisráðherra Brasilíu. Sjá einnig: WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Ekki tveimur vikum eftir að Bolsonaro sagði ábyrgðina sína, þegar minnst fimm þúsund manns voru dánir, var nýr tónn í forsetanum þegar hann sagði blaðamönnum að þeir gætu ekki reynt að leggja ábyrgðina í fang hans. Ábyrgðin væri ekki hans. Rúmum mánuði seinna hafa minnst 23.473 dáið og fer dauðsföllum enn fjölgandi. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í gær að ferðamönnum frá Brasilíu yrði meinaður aðgangur að landinu en í gær urðu dauðsföll á undanförnum sólarhring þar í landi fleiri en í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá efni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við heilbrigðisstarfsmenn. Einn þeirra segir marga standa í þeirri trú að faraldurinn sé ekki raunverulegur. Í byrjun maí úrskurðaði Hæstiréttur Brasilíu að ríkis- og borgarstjórar hefðu rétt á því að grípa til félagsforðunar. Bolsonaro heimtaði hins vegar að dregið yrði úr takmörkunum í Brasilíu og hjólum atvinnulífsins haldið gangandi. Meðal annars með því að halda líkamsræktarstöðvum, rakarastofum og snyrtistofum opnum. Þegar ríkis- og borgarstjórar fylgdu því ekki, sakaði hann þá um að grafa undan réttarríkinu í Brasilíu og sakaði þá um valdboðshneigð. Kannanir sem AP fréttaveitan vísar til, sýna þó að almenningur í Brasilíu er ekki sáttur við störf Bolsonaro varðandi faraldurinn. Í könnun sem gerð var 17. og 18. maí sögðu 58 prósent aðspurðra að viðbrögð forsetans hefðu verið slæm eða hræðileg. 21 prósent sagði þau hafa verið góð eða frábær. Mikil ánægja var þó með störf ríkisstjóra. Nú á laugardaginn gekk Bolsonaro um götur Brasilíuborgar, höfuðborgar Brasilíu, meðal stuðningsmanna sinna og keypti sér pulsu af götusala. Á sama tíma og hann tók myndir með stuðningsmönnum mátti heyra íbúa í sjálfskipaðri sóttkví berja á potta og pönnur á svölum sínum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á því að Brasilía er að verða eitt verst stadda landið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hann hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Forsetinn segist enn sannfærður um að afleiðingar félagsforðunar á efnahag Brasilíu muni hafa verri afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Þá hefur hann ítrekað kallað veiruna „litla flensu“ og heilbrigðisstarfsmenn segja fólk draga það að viðurkenna veikindi af ótta við þann smánarblett sem fylgir veirunni. Það hefur aukið hættuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa staðið frammi fyrir. Brasilía er nú í öðru sæti ríkja heimsins varðandi fjölda staðfestra smita og í því sjötta yfir dauðsföll. Alls hafa minnst 374.898 smitast og 23.473 dáið, þegar þetta er skrifað. Líkur hafa verið leiddar að því að mun fleiri hafi í raun dáið vegna veirunnar og það sjáist þegar fjöldi látinna síðustu mánuði er skoðaður og borinn saman við meðalfjölda látinna á sömu mánuðum undanfarin ár. Þriðji heilbrigðisráðherrann Bolsonaro hefur ítrekað neitað að bera ábyrgð á aðgerðum sínum varðandi faraldurinn. Sérstaklega þegar kemur að því að hann hefur grafið undan aðgerðum og yfirlýsingum ríkis- og borgarstjóra varðandi félagsforðun. „Að opna hagkerfið er áhætta sem ég tek, því ef þetta [faraldurinn] versnar, lendir það í fanginu á mér,“ sagði Bolsonaro í apríl, skömmu eftir að hann hafði rekið heilbrigðisráðherra sinn og skipað nýjan, sem átti að verja efnahag ríkisins gegn faraldrinum. Sá heilbrigðisráðherra hafði stutt aðgerðir ríkisstjóra. Sá næsti hætti þegar hann og Bolsonaro voru ósammála um gæði lyfsins chloroquine. Nú er hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðisstarfsemi heilbrigðisráðherra Brasilíu. Sjá einnig: WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Ekki tveimur vikum eftir að Bolsonaro sagði ábyrgðina sína, þegar minnst fimm þúsund manns voru dánir, var nýr tónn í forsetanum þegar hann sagði blaðamönnum að þeir gætu ekki reynt að leggja ábyrgðina í fang hans. Ábyrgðin væri ekki hans. Rúmum mánuði seinna hafa minnst 23.473 dáið og fer dauðsföllum enn fjölgandi. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í gær að ferðamönnum frá Brasilíu yrði meinaður aðgangur að landinu en í gær urðu dauðsföll á undanförnum sólarhring þar í landi fleiri en í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá efni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við heilbrigðisstarfsmenn. Einn þeirra segir marga standa í þeirri trú að faraldurinn sé ekki raunverulegur. Í byrjun maí úrskurðaði Hæstiréttur Brasilíu að ríkis- og borgarstjórar hefðu rétt á því að grípa til félagsforðunar. Bolsonaro heimtaði hins vegar að dregið yrði úr takmörkunum í Brasilíu og hjólum atvinnulífsins haldið gangandi. Meðal annars með því að halda líkamsræktarstöðvum, rakarastofum og snyrtistofum opnum. Þegar ríkis- og borgarstjórar fylgdu því ekki, sakaði hann þá um að grafa undan réttarríkinu í Brasilíu og sakaði þá um valdboðshneigð. Kannanir sem AP fréttaveitan vísar til, sýna þó að almenningur í Brasilíu er ekki sáttur við störf Bolsonaro varðandi faraldurinn. Í könnun sem gerð var 17. og 18. maí sögðu 58 prósent aðspurðra að viðbrögð forsetans hefðu verið slæm eða hræðileg. 21 prósent sagði þau hafa verið góð eða frábær. Mikil ánægja var þó með störf ríkisstjóra. Nú á laugardaginn gekk Bolsonaro um götur Brasilíuborgar, höfuðborgar Brasilíu, meðal stuðningsmanna sinna og keypti sér pulsu af götusala. Á sama tíma og hann tók myndir með stuðningsmönnum mátti heyra íbúa í sjálfskipaðri sóttkví berja á potta og pönnur á svölum sínum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent