Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 20:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á blaðamannafundi þegar fyrst var tilkynnt um samkomubann hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira