Eftir síðasta upplýsingafund almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í dag fór fram sérstök athöfn þar sem húsnæði Almannavarnardeild var opnað á nýjan leik.
Einnig steig þríeykið fræga á stokk og flutti lagið sem líklegast verður kallað kórónuveirulagið í framtíðinni.
Þau Alma Möller, Þórólfur Guðnason og Víðir Reynisson fóru fyrir söngnum ásamt fleirum og fengu lófaklapp eftir flutninginn sem var nokkur góður eins og sjá má hér að neðan.
Á gítar var Leifur Geir Hafsteinsson sem er meðal höfunda lagsins en fjöldi manna tóku undir með laginu.
Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, var á svæðinu og fangaði stemninguna fyrir utan húsnæði Almannavarna í Skógarhlíð.