Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur.
Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldissögunni.
Íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson sýnir frá stemningunni í Bónus í Kópavogi í hádeginu í dag. Þar var heldur betur verið að hamstra.
Stríðsástand í Bónus frá opnun. Grímur, hanskar og útúrtaugað fólk. Allar kerrur í notkun og tómar. Ég verð bara undir teppi næstu dagana. pic.twitter.com/ITztyp6EKO
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 13, 2020
Sumir vilja sjá Víði Reynisson fyrir sér sem forseti Íslands.
Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.
— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020
Einar Bárðarson veltir fyrir sér hvort leikur Íslands og Rúmena fari yfirleitt fram 26. mars.
Er þa ekki búið að að slökkva á grashitaranum á Laugardalsvelli ? Óþarfi að eyða rafmagni í það núna :-) pic.twitter.com/A3dBBRBb4m
— Einar Bardar (@Einarbardar) March 13, 2020
Elísabet Brynjars biðlar til fólks að hamstra ekki.
elsku fólk - ekki hamstra!
— Elísabet Brynjars (@betablokker_) March 13, 2020
Það eru ekki allir í þessu samfélagi sem hafa slíkt fjármagn á milli handanna að geta hamstrað og treysta á að það sé alltaf framboð af nauðsynjavörum. Verslanir eru ekki að loka, life still goes on, tæklum þetta saman með þarfir allra í huga.
Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan benti á nokkuð spaugilegan punkt á Twitter í gær.
Það er fólk á facebook að hvetja til fjöldamótmæla til að þrýsta á að stjórnvöld setji á samkomubann....
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 12, 2020
Það ætti að vera hægt að halda alla pönktónleika.
Samkomubann á 100+, sem þýðir að við getum ennþá haldið pönktónleika!
— Ægir FF2 (@feitur) March 13, 2020
Fær fólk að sleppa við skattaskýrsluna?
Gildir þetta samkomubann líka um skattaskýrsluna?
— Katrín Guðmundsd (@zwambaa) March 13, 2020
Föstudagurinn langi í fjórar vikur.
Samkomubann þýðir að við verðum með föstudaginn langa í fjórar vikur
— Ágústa Arna (@djammstrumpurin) March 13, 2020
Sjálfskipaðir veirusérfræðingar hampa sjálfum sér fyrir vel unnin störf í kjölfar samkomubanns.
Það versta við þetta samkomubann er að sjálfskipaðir facebook-veirusérfræðingar munu nú hampa sjálfum sér fyrir vel unnið starf. Með sínum ítarlegu samfélagsmiðlarannsóknum og eigin ígrunduðu skoðunum felldu þau vísindalega nálgun helstu sérfræðinga.
— Ágúst Ingi Sævarsson (@GustiKel) March 13, 2020
Sumir ætla bara að fá sér kaffi og slaka á.
Hressandi tímar....
— Sigurjón H Birgisson (@SHbirgis) March 13, 2020
Samkomubann, enski út, föstudagurinn þrettándi.....
Ég ætla bara að fá mér kaffi og slaka á. pic.twitter.com/67CRoSYhmK
Körfuboltamaðurinn Maciej Baginski bendir á nokkuð einkennilega hegðun landans.
Ísland: Það er samkomubann
— mbaginski (@MBaginski) March 13, 2020
Íslendingar: Förum öll á sama tíma í allar matvöru verslanir landsins. pic.twitter.com/PiTUGTM2Qs
Samkomubann fínt fyrir fjallgöngur.
Samkomubann er alveg tilvalið til að nýta í fjallgöngur.
— pallih (@pallih) March 13, 2020
Árið átti að vera mjög gott hjá Ástdísi.
Allir í árslok 2019: 2020 verður mitt ár!!
— Ástdís Pálsdóttir Bang (@stdsPlsdttir1) March 13, 2020
Byrjun 2020: Wuhan veiran, kviknaði í Ástralíu, leit út fyrir WW3, leikskólaverkföll, stefnir í eldgos, ófært í 2 mánuði, SAMKOMUBANN - og mars er ekki hálfnaður. Tökum þetta árið 2021
Fær maður nokkuð samkomuskamm?
ef maður vanvirðir samkomubann
— Elí (@agust_eli) March 13, 2020
fær maður þá samkomuskamm?
Lítil breyting hjá sumum.
Væri alveg gaman ef þetta samkomubann hefði einhver marktæk áhrif á mig en ég er í fjarnámi og ekki í vinnu þannig hlutir eru pretty much að fara vera as per usual nema kæró verður meira heima NEI FOKK ÉG GET ÖRUGGLEGA EKKI FARIÐ Í BÍÓ LENGUR
— (@skolledla) March 13, 2020
Þar sem ég er með lítil börn og er þar að auki mjög heimakær þá mun þetta samkomubann breyta ákaflega litlu fyrir mig nema kannski heimsóknum mínum á kaffi Vest.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) March 13, 2020
Kannski gott að skella sér bara til Rússlands, eða hvað?
Er að pæla að stinga af til Rússlands þar sem einungis 34 smit hafa greinst þar #samkomubann #COVID2019 pic.twitter.com/xKaVC545pR
— Polinadilja (@Polinadilja1) March 13, 2020
Halldór hvetur fólk til að nýta tímann vel.
#Samkomubann - út að hlaupa, hjóla, ganga. Elda góðan mat og baka eitthvað fínerí. Hvaða markmið setur þú þér næstu fjórar vikurnar? Hver er með skemmtilegustu hugmyndirnar um að nýta þennan tíma vel?
— Halldór Jörgensson (@halldorj) March 13, 2020
Nú er kannski gott að vera með nokkur aukakíló í forða.
Síðastliðin 24 ár hef ég safnað í myndarlega ýstru fyrir akkúrat tíma eins og þessa til þess að koma í veg fyrir það að fólk komist inn fyrir þennan 2 metra radíus. #samkomubann pic.twitter.com/gXNRdjA5Ni
— Daniel Gudjonsson (@defti95) March 13, 2020
Fínt að fara í samkomubann strax eftir aðgerð sem tekur fjórar vikur að jafna sig eftir.
Samkomubann hefst samdægus í 4 vikur og ég fer í aðgerð sem ég verð allavega 4 vikur að jafna mig.
— Glytta (@glytta) March 13, 2020
Stundum segir fólk að heimurinn snúist ekki um mig en stundum er það bara þannig samt.
Hugsa í lausnum.
Samkomubann hefst samdægus í 4 vikur og ég fer í aðgerð sem ég verð allavega 4 vikur að jafna mig.
— Glytta (@glytta) March 13, 2020
Stundum segir fólk að heimurinn snúist ekki um mig en stundum er það bara þannig samt.
Stefnumót númer tvö eða ekki?
Deit nr. 2 í kvöld. Það er nýtt fyrir mér. En þarf ég nokkuð að cancela ef það verður samkomubann?#singlelife
— Valtýr Örn (@valtyrorn) March 13, 2020