Kasólétt Anníe Mist ætlar að gera Murph-æfinguna sem „felldi“ hana á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 09:00 Annie Mist fékk hitaslag í Murph æfingunni á heimsleikunum í CrossFit árið 2015. Hún birti þessa mynd af sér síðan þá á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar ekki að láta sitt eftir liggja á „Memorial Day“ í dag og hefur tilkynnt það að hún ætli að taka Murph-æfingu eins og svo margir í CrossFit heiminum gera á þessum síðasta mánudegi í maímánuði. Anníe Mist Þórisdóttir er að verða komin sjö mánuði á leið en heldur áfram að æfa á hverjum degi. Hún hefur vissulega gert smá tilfærslur á því hvernig hún æfir en æfingar eru alls ekki einhver göngutúr í garðinum. Anníe Mist er enn að æfa á fullu og sannar það með myndböndum sínum. Það er farið að sjá vel á Anníe Mist eins og má sjá á þessaru nýju mynd af Instagram síðu hennar.Mynd/Instagram Anníe Mist leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með sér æfa á samfélagmiðlinum Instagram og þar hafa þeir einnig séð bumbuna stækka og stækka. Anníe Mist boðaði það á Instagram í gær að hún ætlar eins og svo margir í CrossFit heiminum að taka Murph-æfingu í dag í tilefni dagsins. Murph æfingin er ein sú þekktasta í CrossFit heiminum enda fjölbreytileg æfing sem reynir mikið á þá sem reyna við hana. Anníe Mist gerir smá breytingar á hefðbundinni Murph-æfingu eins og sem dæmi að skipta hlaupum út fyrir það að hjóla en hér fyrir neðan fer hún yfir æfingu sína í dag. Í dag er Memorial Day sem er frídagur í Bandaríkjunum og helgaður minningu þeirra sem fallið hafa í herþjónustu. Það er mikil hefð fyrir því í CrossFit heiminum að skella í eina veglega Murph-æfingu á þessum degi en æfingin er skírð eftir bandaríska liðsforingjanum Michael P. Murphy. View this post on Instagram Murph tomorrow!! ? ? No matter what many of you might think I actually do like this workout ?? I haven t had the best experience doing it at the @crossfitgames but that is due to weather not the workout it selve ??? ? My version this year however will be a little modified ? ? 4km C2bike? 20 rounds? 4 ring row? 8 DB push press? 12 air squats? 4km C2bike ????? ? Hope you ve had a good Memorial Day weekend! Good luck to everyone hitting this one tomorrow ???? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 24, 2020 at 10:56am PDT Það er ekki nóg með að CrossFit fólkið þurfi þar að hlaupa, hoppa, beygja, lyfta og enda allt saman á að hlaupa aftur þá er þessi mikla þolæfing gerð í þyngingarvesti til að gera allt saman enn erfiðara. „Murph æfing á morgun. Sama þótt að mörg ykkar haldi annað þá er ég hrifinn af þessari æfingu. Ég hef ekki átt sem besta upplifun af þessari æfingu á heimsleikunum en það var meira veðrinu að kenna frekar en sjálfri æfingunni,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram. Anníe Mist var þarna að vísa í Murph æfingu sína á heimsleikunum árið 2015 en hún fékk þá í hitaslag í æfingunni. Anníe Mist sýndi ótrúlegan viljastyrk með að reyna að halda áfram en þurfti síðan seinna að draga sig úr keppni þar sem hún glímdi við eftirmála þess. CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar ekki að láta sitt eftir liggja á „Memorial Day“ í dag og hefur tilkynnt það að hún ætli að taka Murph-æfingu eins og svo margir í CrossFit heiminum gera á þessum síðasta mánudegi í maímánuði. Anníe Mist Þórisdóttir er að verða komin sjö mánuði á leið en heldur áfram að æfa á hverjum degi. Hún hefur vissulega gert smá tilfærslur á því hvernig hún æfir en æfingar eru alls ekki einhver göngutúr í garðinum. Anníe Mist er enn að æfa á fullu og sannar það með myndböndum sínum. Það er farið að sjá vel á Anníe Mist eins og má sjá á þessaru nýju mynd af Instagram síðu hennar.Mynd/Instagram Anníe Mist leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með sér æfa á samfélagmiðlinum Instagram og þar hafa þeir einnig séð bumbuna stækka og stækka. Anníe Mist boðaði það á Instagram í gær að hún ætlar eins og svo margir í CrossFit heiminum að taka Murph-æfingu í dag í tilefni dagsins. Murph æfingin er ein sú þekktasta í CrossFit heiminum enda fjölbreytileg æfing sem reynir mikið á þá sem reyna við hana. Anníe Mist gerir smá breytingar á hefðbundinni Murph-æfingu eins og sem dæmi að skipta hlaupum út fyrir það að hjóla en hér fyrir neðan fer hún yfir æfingu sína í dag. Í dag er Memorial Day sem er frídagur í Bandaríkjunum og helgaður minningu þeirra sem fallið hafa í herþjónustu. Það er mikil hefð fyrir því í CrossFit heiminum að skella í eina veglega Murph-æfingu á þessum degi en æfingin er skírð eftir bandaríska liðsforingjanum Michael P. Murphy. View this post on Instagram Murph tomorrow!! ? ? No matter what many of you might think I actually do like this workout ?? I haven t had the best experience doing it at the @crossfitgames but that is due to weather not the workout it selve ??? ? My version this year however will be a little modified ? ? 4km C2bike? 20 rounds? 4 ring row? 8 DB push press? 12 air squats? 4km C2bike ????? ? Hope you ve had a good Memorial Day weekend! Good luck to everyone hitting this one tomorrow ???? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 24, 2020 at 10:56am PDT Það er ekki nóg með að CrossFit fólkið þurfi þar að hlaupa, hoppa, beygja, lyfta og enda allt saman á að hlaupa aftur þá er þessi mikla þolæfing gerð í þyngingarvesti til að gera allt saman enn erfiðara. „Murph æfing á morgun. Sama þótt að mörg ykkar haldi annað þá er ég hrifinn af þessari æfingu. Ég hef ekki átt sem besta upplifun af þessari æfingu á heimsleikunum en það var meira veðrinu að kenna frekar en sjálfri æfingunni,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram. Anníe Mist var þarna að vísa í Murph æfingu sína á heimsleikunum árið 2015 en hún fékk þá í hitaslag í æfingunni. Anníe Mist sýndi ótrúlegan viljastyrk með að reyna að halda áfram en þurfti síðan seinna að draga sig úr keppni þar sem hún glímdi við eftirmála þess.
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira