Spjallþáttur Föstudagskvöld með Gumma og Sóla verður sendur út án áhorfenda í kvöld og það í myndveri Stöðvar 2 við Suðurlandsbraut.
„Við höfum ákveðið að axla ábyrgð þegar kemur að samfélagslegri fjarlægðarvernd,“ segir Sólmundur í samtali við Vísi.
„Við getum samt ekki borið ábyrgð á þeim þúsundum sem munu safnast saman fyrir utan stúdíóið,“ segir Guðmundur Benediktsson á léttu nótunum.
„Ég hvet samt fólk til að halda sig heima þó það geti verið erfitt.“
Gestir í þættinum í kvöld verða þau Herra Hnetusmjör, Inga Lind Karlsdóttir og Marta María Jónasdóttir.