Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 16:00 Carlos Cordeiro með Crystal Dunn eftir að hún spilaði sinn hundrasta landsleik. Getty/Brad Smith Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. Þetta gerði hann eftir hörð viðbrögð við vandræðalegri yfirlýsingu sambandsins í réttargögnum í tengslum við málið sem landsliðskonur Bandaríkjanna hafa höfðað gegn sambandinu. Bandarísku landsliðskonurnar fóru með málið fyrir dómstóla og eftir þessa afar klaufalegu yfirlýsingu virðist fátt koma í veg fyrir að réttað verði málinu en það ekki leyst utan réttarsalsins eins og margir bjuggust við. Carlos Cordeiro has resigned as President of US Soccer during an equal pay lawsuit.He says he "takes responsibility" for not reviewing the legal filing.More https://t.co/rSTICQcS3s pic.twitter.com/5G1XNnpNnK— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2020 Í gögnunum frá bandaríska sambandinu kom meðal annars fram að landsliðskonurnar ættu skilið að fá minna en landsliðskarlarnir frá sambandinu vegna þessa að þær væru ekki eins leiknir fótboltamenn og þær væru með minni ábyrgð en karlarnir. Bandaríska sambandið fékk ekki aðeins hörð viðbrögð frá landsliðskonunum sjálfum heldur einnig frá stórum styrktaraðilum sambandsins sem vildu alls ekki láta bendla sig við slíka fornaldarhugsun. US Soccer President Carlos Cordeiro has resigned one day after the USWNT protested language used amid their equal-pay lawsuit pic.twitter.com/yMomuA1LdK— B/R Football (@brfootball) March 13, 2020 Leikmenn bandaríska landsliðsins mótmæltu fyrir leik sinn á móti Japan á SheBelieves með því að snúa utan yfir treyju sinni við í þjóðsöngnum þannig að ekki sást í merki bandaríska knattspyrnusambandsins. Talsmaður bandarísku landsliðskvennannan líkt plagginu við það sem menn hefðu mögulega getað samið á steinöld og leiðtogi liðsins, Megan Rapinoe, var svo móðguð fyrir hönd allra knattspyrnukvenna að hún vildi ekki einu sinni taka við afsökunarbeiðni frá Carlos Cordeiro. Carlos Cordeiro kvaddi með þeim orðum að hann hafi alltaf reynt að gera að sem væri best fyrir bandaríska knattspyrnusambandið. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur gert allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. Á sama tíma eru konurnar stolt bandarískrar knattspyrnu en þær urðu heimsmeistarar í fjórða sinn síðasta sumar. HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. Þetta gerði hann eftir hörð viðbrögð við vandræðalegri yfirlýsingu sambandsins í réttargögnum í tengslum við málið sem landsliðskonur Bandaríkjanna hafa höfðað gegn sambandinu. Bandarísku landsliðskonurnar fóru með málið fyrir dómstóla og eftir þessa afar klaufalegu yfirlýsingu virðist fátt koma í veg fyrir að réttað verði málinu en það ekki leyst utan réttarsalsins eins og margir bjuggust við. Carlos Cordeiro has resigned as President of US Soccer during an equal pay lawsuit.He says he "takes responsibility" for not reviewing the legal filing.More https://t.co/rSTICQcS3s pic.twitter.com/5G1XNnpNnK— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2020 Í gögnunum frá bandaríska sambandinu kom meðal annars fram að landsliðskonurnar ættu skilið að fá minna en landsliðskarlarnir frá sambandinu vegna þessa að þær væru ekki eins leiknir fótboltamenn og þær væru með minni ábyrgð en karlarnir. Bandaríska sambandið fékk ekki aðeins hörð viðbrögð frá landsliðskonunum sjálfum heldur einnig frá stórum styrktaraðilum sambandsins sem vildu alls ekki láta bendla sig við slíka fornaldarhugsun. US Soccer President Carlos Cordeiro has resigned one day after the USWNT protested language used amid their equal-pay lawsuit pic.twitter.com/yMomuA1LdK— B/R Football (@brfootball) March 13, 2020 Leikmenn bandaríska landsliðsins mótmæltu fyrir leik sinn á móti Japan á SheBelieves með því að snúa utan yfir treyju sinni við í þjóðsöngnum þannig að ekki sást í merki bandaríska knattspyrnusambandsins. Talsmaður bandarísku landsliðskvennannan líkt plagginu við það sem menn hefðu mögulega getað samið á steinöld og leiðtogi liðsins, Megan Rapinoe, var svo móðguð fyrir hönd allra knattspyrnukvenna að hún vildi ekki einu sinni taka við afsökunarbeiðni frá Carlos Cordeiro. Carlos Cordeiro kvaddi með þeim orðum að hann hafi alltaf reynt að gera að sem væri best fyrir bandaríska knattspyrnusambandið. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur gert allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. Á sama tíma eru konurnar stolt bandarískrar knattspyrnu en þær urðu heimsmeistarar í fjórða sinn síðasta sumar.
HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira