Sportpakkinn: Keflvíkingar unnu deildarmeistarana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 17:15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík gegn Val. vísir/bára Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09
Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00