Sportpakkinn: Keflvíkingar unnu deildarmeistarana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 17:15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík gegn Val. vísir/bára Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09
Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00