Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 11:00 Jón Axel er að klára sitt fjórða og síðasta tímabil með Davidson-háskólanum. vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum. Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum.
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56