Valdís leiðir á heimavelli en tveir jafnir í karlaflokki Anton Ingi Leifsson skrifar 22. maí 2020 21:14 Valdís fann sig vel á heimavelli. seth@golf.is Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Magnússon leiða í karlaflokki og Valdís Þóra Jónsdóttir í kvennaflokki á B59-hótel mótinu á Akranesi en mótið er fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ 2020. Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili mótsins og fór fyrsti hringur helgarinnar fram í dag. Haraldur Franklín og Hákon Örn leika báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en þeir léku á fimm höggum undir pari. GR-ingar eru áberandi í toppbaráttunni en fjórir af fimm efstu eru úr GR að loknum fyrsta keppnisdeginum. Topparnir voru tveimur höggum frá því að jafna vallarmetið sem Kristján Þór Einarsson, GM, setti árið 2016, en það er 65 högg eða -7. Haraldur Franklín lét til sín taka á æfingasvæði Leynis https://t.co/hvz71Eg8Bm via @golf.is— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2020 Í kvennaflokki eru þrír atvinnukylfingar efstir eftir fyrsta keppnisdaginn á Garðavelli á Akranesi. Valdís Þóra Jónsdóttir, sem er á heimavelli á þessu móti, er efst á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Valdís Þóra hjó nærri vallarmetinu af bláum teigum í kvennaflokki. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á það met en það setti hún árið 2012 en það er 66 högg. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er höggi á eftir á -4 og Guðrún Brá, Íslandsmeistari í golfi undanfarin tvö ár, er þriðja á -1. Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1.-2. Haraldur Franklín Magnús, GR 67 högg (-5) 1.-2. Hákon Örn Magnússon, GR 67 högg (-5) 3. Hlynur Bergsson, GKG 68 högg (-4) 4.-5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 69 högg (-3) 4.-5. Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) 69 högg (-3) 6.-9. Aron Emil Gunnarsson, (GOS) 70 högg (-2) 6.-9. Bragi Arnarson, (GR) 70 högg (-2) 6.-9. Ragnar Már Ríkharðsson, (GM) 70 högg (-2) 6.-9 Jóhannes Guðmundsson, (GR) 70 högg (-2) 10.-14. Kristófer Tjörvi Einarsson, (GV) 71 högg (-1) 10.-14. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 71 högg (-1) 10.-14. Sverrir Haraldsson, (GM) 71 högg (-1) 10.-14. Lárus Ingi Antonsson, (GA) 71 högg (-1) 10.-14. Andri Þór Björnsson, (GR) 71 högg (-1) Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 67 högg (-5) 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 68 högg (-4) 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 71 högg (-1) 4.-5. Saga Traustadóttir, (GR) 73 högg (+1) 4.-5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, (GA) 73 högg (+1) 6.-7. Hulda Clara Gestsdóttir, (GKG) 74 högg (+2) 6.-7. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 74 högg (+2) 8. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, (GR) 75 högg (+2) 9.-12. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, (GK) 76 högg (+4) 9.-12. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, (GOS) 76 högg (+4) 9.-12. Berglind Björnsdóttir, (GR) 76 högg (+4) Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Magnússon leiða í karlaflokki og Valdís Þóra Jónsdóttir í kvennaflokki á B59-hótel mótinu á Akranesi en mótið er fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ 2020. Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili mótsins og fór fyrsti hringur helgarinnar fram í dag. Haraldur Franklín og Hákon Örn leika báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en þeir léku á fimm höggum undir pari. GR-ingar eru áberandi í toppbaráttunni en fjórir af fimm efstu eru úr GR að loknum fyrsta keppnisdeginum. Topparnir voru tveimur höggum frá því að jafna vallarmetið sem Kristján Þór Einarsson, GM, setti árið 2016, en það er 65 högg eða -7. Haraldur Franklín lét til sín taka á æfingasvæði Leynis https://t.co/hvz71Eg8Bm via @golf.is— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2020 Í kvennaflokki eru þrír atvinnukylfingar efstir eftir fyrsta keppnisdaginn á Garðavelli á Akranesi. Valdís Þóra Jónsdóttir, sem er á heimavelli á þessu móti, er efst á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Valdís Þóra hjó nærri vallarmetinu af bláum teigum í kvennaflokki. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á það met en það setti hún árið 2012 en það er 66 högg. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er höggi á eftir á -4 og Guðrún Brá, Íslandsmeistari í golfi undanfarin tvö ár, er þriðja á -1. Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1.-2. Haraldur Franklín Magnús, GR 67 högg (-5) 1.-2. Hákon Örn Magnússon, GR 67 högg (-5) 3. Hlynur Bergsson, GKG 68 högg (-4) 4.-5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 69 högg (-3) 4.-5. Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) 69 högg (-3) 6.-9. Aron Emil Gunnarsson, (GOS) 70 högg (-2) 6.-9. Bragi Arnarson, (GR) 70 högg (-2) 6.-9. Ragnar Már Ríkharðsson, (GM) 70 högg (-2) 6.-9 Jóhannes Guðmundsson, (GR) 70 högg (-2) 10.-14. Kristófer Tjörvi Einarsson, (GV) 71 högg (-1) 10.-14. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 71 högg (-1) 10.-14. Sverrir Haraldsson, (GM) 71 högg (-1) 10.-14. Lárus Ingi Antonsson, (GA) 71 högg (-1) 10.-14. Andri Þór Björnsson, (GR) 71 högg (-1) Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 67 högg (-5) 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 68 högg (-4) 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 71 högg (-1) 4.-5. Saga Traustadóttir, (GR) 73 högg (+1) 4.-5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, (GA) 73 högg (+1) 6.-7. Hulda Clara Gestsdóttir, (GKG) 74 högg (+2) 6.-7. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 74 högg (+2) 8. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, (GR) 75 högg (+2) 9.-12. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, (GK) 76 högg (+4) 9.-12. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, (GOS) 76 högg (+4) 9.-12. Berglind Björnsdóttir, (GR) 76 högg (+4)
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira