Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2020 12:43 Flugfreyjur klappa fyrir sínu fólki í samninganefndinni á leið til fundar á dögunum. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins. Óhætt er að segja að Hilton Nordica-hótelið á Suðurlandsbraut verði lagt undir Icelandair í dag. Flugfreyjur hittast á nokkrum fundum yfir daginn til að allar komist að vegna sóttvarnatakmarkana. Klukkan fjögur er svo fyrirhugaður hluthafafundur flugfélagsins. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð fá fæstar að fara í loftið þessa dagana. Aðeins hefur verið boðið upp á takmörkuð flug til Stokkhólms, London og Boston samkvæmt samkomulagi við íselnska ríkið.Vísir/Vilhelm Talsverður hiti færðist í viðræður FFÍ og Icelandair í gærkvöldi eftir að Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sendi starfsfólki bréf, þar sem hann útlistaði síðasta tilboð sem félagið lagði fram í kjaradeilunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að með bréfinu bryti Bogi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Ekki hefur farið fram formlegur samningafundur í deilunni síðan í byrjun vikunnar en þá hafnaði samninganefnd FFÍ áðurnefndu „lokatilboði“ Icelandair. Vildi geta undirbúið sig fyrir fundinn Flugfreyjur ræða málið í hópi Flugfreyjufélagsins á Facebook. Þar spurði ein flugfreyja hvort ekki væri mögulegt að samninganefndin sendi flugfreyjunum tilboðið frá Icelandair svo þær gæti undirbúið sig betur fyrir fundinn í dag. Sett sig inn í hvað væri í gangi. „Mig langar að vita hvað það er sem við erum að sýna samstöðu um,“ sagði Jarþrúður Guðnadóttir, flugfreyja og formaður Flugfreyjukórsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er í hlutafjársöfnun þessa dagana. Hluthafafundur er seinni partinn í dag á Hilton.Vísir/Vilhelm Sigrún Jónsdóttir svaraði beiðninni neitandi fyrir hönd samninganefndarinnar. Alla jafna eru tilboð í samningaviðræðum ekki send félagsmönnum nema þegar þau hafa verið samþykkt og borin undir félaga í atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hluti flugfreyja mikinn áhuga á að vita í hverju lokatilboðið fólst. Hvetur flugfreyjur til samstöðu Sigrún skrifaði hvatningarpóst til flugfreyja í hópnum, sagðist hlakka til að sjá þær og hvatti til að standa keikar. „Eins og ég tiltók í gær er það ennþá ein af kröfum fyrirtækisins að staða B ff yrði lögð niður, kröfur um aukið vinnuframlag er ekki ný krafa og verður ekki tengd Covid19, ekki að öllu leit, þar sem að þessi krafa var upp á borði frá viðsemjendum okkar fyrir ári síðan,“ sagði Sigrún. „Frá því í janúar 2019 og til dagsins í dag hefur sú krafa tekið breytingum...allt frá því að vera krafa um aukningu úr 65 í 78 fyrir sömu laun og svo núna upp á síðkastið var það 99-100 flugstundir á alla en launatrygging samt 70-78 stundir. Þessu hefur verið hafnað á ýmsa vegu.“ Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félag Íslenskra atvinnuflugmanna, sem greiða atkvæði um nýjan kjarasamning í dag. Vísir/Vilhelm Ekkert þeirra sem sitji í samninganefndinni sé með lokuð augun gagnvart því grafalvarlega ástandi sem uppi sé í öllum heiminum. „Við hins vegar ætlum ekki að taka þegjandi við krföum sem eru rúmlega ársgamlar sem hafa bara aukist undir þeim formerkjum að núna sé ástandið grafalvarlegt. Okkur ber skylda til að standa vörð um það sem hefur áunnist, meta breyttar aðstæður og velja og hafna hvað það er sem má breyta og eða taka út úr kjarasamningi. Við gerum það með galopin augun svo það sé klárt!“ Ekki upplifað annað eins síðan 1995 Sigrún minnir á uppáhaldsorðið sitt, samstaða. Hún hafi ekki á sínum 34 árum í starfinu upplifað annað eins nema ef vera skyldi þriggja daga verkfall árið 1995 þar sem flugfreyjur hafi staðið saman allar sem ein. „Við förum í gegnum þetta, ég hef fulla trú á því, samstaðan og styrkurinn sem okkur berst frá öðrum stéttarfélögum og ekki síst samtökum, sem við erum með aðild að erlendis (NTF, ETF) styrkja mig í þeirri trú.“ Flugvirkjar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við Icelandair. Atkvæðagreiðslur flugmanna um nýjan kjarasamning lýkur í dag. Uppfært klukkan 15: Flugfreyjur sem fréttastofa hefur rætt við segja að spurningum um hið svokallaða lokatilboð Icelandair hafi verið svarað á fundinum í dag. Mikil samstaða sé meðal flugfreyja. Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. 22. maí 2020 12:13 Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. 22. maí 2020 09:30 „Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. 21. maí 2020 21:13 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins. Óhætt er að segja að Hilton Nordica-hótelið á Suðurlandsbraut verði lagt undir Icelandair í dag. Flugfreyjur hittast á nokkrum fundum yfir daginn til að allar komist að vegna sóttvarnatakmarkana. Klukkan fjögur er svo fyrirhugaður hluthafafundur flugfélagsins. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð fá fæstar að fara í loftið þessa dagana. Aðeins hefur verið boðið upp á takmörkuð flug til Stokkhólms, London og Boston samkvæmt samkomulagi við íselnska ríkið.Vísir/Vilhelm Talsverður hiti færðist í viðræður FFÍ og Icelandair í gærkvöldi eftir að Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sendi starfsfólki bréf, þar sem hann útlistaði síðasta tilboð sem félagið lagði fram í kjaradeilunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að með bréfinu bryti Bogi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Ekki hefur farið fram formlegur samningafundur í deilunni síðan í byrjun vikunnar en þá hafnaði samninganefnd FFÍ áðurnefndu „lokatilboði“ Icelandair. Vildi geta undirbúið sig fyrir fundinn Flugfreyjur ræða málið í hópi Flugfreyjufélagsins á Facebook. Þar spurði ein flugfreyja hvort ekki væri mögulegt að samninganefndin sendi flugfreyjunum tilboðið frá Icelandair svo þær gæti undirbúið sig betur fyrir fundinn í dag. Sett sig inn í hvað væri í gangi. „Mig langar að vita hvað það er sem við erum að sýna samstöðu um,“ sagði Jarþrúður Guðnadóttir, flugfreyja og formaður Flugfreyjukórsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er í hlutafjársöfnun þessa dagana. Hluthafafundur er seinni partinn í dag á Hilton.Vísir/Vilhelm Sigrún Jónsdóttir svaraði beiðninni neitandi fyrir hönd samninganefndarinnar. Alla jafna eru tilboð í samningaviðræðum ekki send félagsmönnum nema þegar þau hafa verið samþykkt og borin undir félaga í atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hluti flugfreyja mikinn áhuga á að vita í hverju lokatilboðið fólst. Hvetur flugfreyjur til samstöðu Sigrún skrifaði hvatningarpóst til flugfreyja í hópnum, sagðist hlakka til að sjá þær og hvatti til að standa keikar. „Eins og ég tiltók í gær er það ennþá ein af kröfum fyrirtækisins að staða B ff yrði lögð niður, kröfur um aukið vinnuframlag er ekki ný krafa og verður ekki tengd Covid19, ekki að öllu leit, þar sem að þessi krafa var upp á borði frá viðsemjendum okkar fyrir ári síðan,“ sagði Sigrún. „Frá því í janúar 2019 og til dagsins í dag hefur sú krafa tekið breytingum...allt frá því að vera krafa um aukningu úr 65 í 78 fyrir sömu laun og svo núna upp á síðkastið var það 99-100 flugstundir á alla en launatrygging samt 70-78 stundir. Þessu hefur verið hafnað á ýmsa vegu.“ Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félag Íslenskra atvinnuflugmanna, sem greiða atkvæði um nýjan kjarasamning í dag. Vísir/Vilhelm Ekkert þeirra sem sitji í samninganefndinni sé með lokuð augun gagnvart því grafalvarlega ástandi sem uppi sé í öllum heiminum. „Við hins vegar ætlum ekki að taka þegjandi við krföum sem eru rúmlega ársgamlar sem hafa bara aukist undir þeim formerkjum að núna sé ástandið grafalvarlegt. Okkur ber skylda til að standa vörð um það sem hefur áunnist, meta breyttar aðstæður og velja og hafna hvað það er sem má breyta og eða taka út úr kjarasamningi. Við gerum það með galopin augun svo það sé klárt!“ Ekki upplifað annað eins síðan 1995 Sigrún minnir á uppáhaldsorðið sitt, samstaða. Hún hafi ekki á sínum 34 árum í starfinu upplifað annað eins nema ef vera skyldi þriggja daga verkfall árið 1995 þar sem flugfreyjur hafi staðið saman allar sem ein. „Við förum í gegnum þetta, ég hef fulla trú á því, samstaðan og styrkurinn sem okkur berst frá öðrum stéttarfélögum og ekki síst samtökum, sem við erum með aðild að erlendis (NTF, ETF) styrkja mig í þeirri trú.“ Flugvirkjar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við Icelandair. Atkvæðagreiðslur flugmanna um nýjan kjarasamning lýkur í dag. Uppfært klukkan 15: Flugfreyjur sem fréttastofa hefur rætt við segja að spurningum um hið svokallaða lokatilboð Icelandair hafi verið svarað á fundinum í dag. Mikil samstaða sé meðal flugfreyja.
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. 22. maí 2020 12:13 Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. 22. maí 2020 09:30 „Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. 21. maí 2020 21:13 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. 22. maí 2020 12:13
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. 22. maí 2020 09:30
„Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. 21. maí 2020 21:13