Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 09:33 Hraðast fjölgar tilfellum í Suður-Ameríku að því er virðist. Vísir/Vilhelm Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum, rúmlega þrjú hundruð þúsund í Rússlandi og hátt í þrjú hundruð þúsund í Brasilíu. Tilfellin á Bretlandi eru nærri orðin 250 þúsund talsins og um 230 þúsund bæði á Ítalíu og á Spáni. Nærri 330 þúsund manns hafa látist af sjúkdómnum þar af rúmlega 93 þúsund í Bandaríkjunum og 36 þúsund á Bretlandi. Faraldurinn virðist nú breiðast hratt út í Suður-Ameríku þar sem tilfellum fjölgar mikið frá degi til dags. Í gær sögðu forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, frá því að stofnuninni hafi borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði í gær að tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum og sagðist hann einnig hafa áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heims. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir stuðningi vegna heimsfaraldursins við ríki Afríku. Sár fátækt bíður milljóna íbúa. 20. maí 2020 14:03 Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí. 20. maí 2020 12:32 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum, rúmlega þrjú hundruð þúsund í Rússlandi og hátt í þrjú hundruð þúsund í Brasilíu. Tilfellin á Bretlandi eru nærri orðin 250 þúsund talsins og um 230 þúsund bæði á Ítalíu og á Spáni. Nærri 330 þúsund manns hafa látist af sjúkdómnum þar af rúmlega 93 þúsund í Bandaríkjunum og 36 þúsund á Bretlandi. Faraldurinn virðist nú breiðast hratt út í Suður-Ameríku þar sem tilfellum fjölgar mikið frá degi til dags. Í gær sögðu forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, frá því að stofnuninni hafi borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði í gær að tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum og sagðist hann einnig hafa áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heims. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir stuðningi vegna heimsfaraldursins við ríki Afríku. Sár fátækt bíður milljóna íbúa. 20. maí 2020 14:03 Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí. 20. maí 2020 12:32 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir stuðningi vegna heimsfaraldursins við ríki Afríku. Sár fátækt bíður milljóna íbúa. 20. maí 2020 14:03
Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí. 20. maí 2020 12:32