Ólafur Ragnar hnýtir í Carl Bildt fyrir að gleyma Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 10:19 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49