Ólafur Ragnar hnýtir í Carl Bildt fyrir að gleyma Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 10:19 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49