„Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Snærós vinnur hjá RÚV núll. Mynd/Ragnar Visage fyrir RÚV núll „Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós. Reykjavík Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós.
Reykjavík Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira