Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 21:43 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15