...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 08:30 Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar