Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:00 Innri hluti efnisskífunnar í kringum AB Aurigae. Skærguli hnúturinn fyrir miðju myndarinnar er reikistjarnan sem vísindamenn telja í myndun. ESO/Boccaletti et al. Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent