Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 09:01 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA. Aðsend Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“, sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í til landkynningar á Íslandi sem ferðamannastaðar á erlendum mörkuðum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátakið. Tilkynnt var í síðustu viku að M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel hefði orðið hlutskörpust og hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum. Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja og lýstu forsvarsmenn Pipars yfir vonbrigðum með það að þetta stóra verkefni skyldi falla í skaut erlendrar stofu. Virðisaukaskattur og fjármálamisferli Í kæru Pipar, sem send er kærunefnd útboðsmála, er þess nú krafist að ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við M&C Saatchi vegna útboðsins sé felld úr gildi og að þess í stað verði gengið til samninga við Pipar. Þá heldur Pipar því fram í kærunni að M&C Saatchi þurfi ekki að borga virðisaukaskatt á Íslandi. Það þurfi Pipar hins vegar að gera og því hafi ekki verið gætt jafnræðis í útboðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum var farið fram á það við alla bjóðendur að verð væru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. M&C Saatchi er nú jafnframt viðfangsefni rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins vegna rangfærslna í bókhaldi fyrirtækisins. Einn stofnanda fyrirtækisins auk fleiri stjórnanda hafa sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Pipar gerir athugasemdir við þetta í kærunni og segir ljóst að M&C Saatchi geti varla talist uppfylla almennar reglur um fyrirtæki sem séu gjaldgeng til viðskiptasambanda í innkaupa- og útboðsferlum opinberra aðila. Þannig kunni að vera ástæða til að útiloka M&C Saatchi frá útboðsferlinu. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“, sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í til landkynningar á Íslandi sem ferðamannastaðar á erlendum mörkuðum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátakið. Tilkynnt var í síðustu viku að M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel hefði orðið hlutskörpust og hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum. Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja og lýstu forsvarsmenn Pipars yfir vonbrigðum með það að þetta stóra verkefni skyldi falla í skaut erlendrar stofu. Virðisaukaskattur og fjármálamisferli Í kæru Pipar, sem send er kærunefnd útboðsmála, er þess nú krafist að ákvörðun Ríkiskaupa um að ganga til samninga við M&C Saatchi vegna útboðsins sé felld úr gildi og að þess í stað verði gengið til samninga við Pipar. Þá heldur Pipar því fram í kærunni að M&C Saatchi þurfi ekki að borga virðisaukaskatt á Íslandi. Það þurfi Pipar hins vegar að gera og því hafi ekki verið gætt jafnræðis í útboðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum var farið fram á það við alla bjóðendur að verð væru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. M&C Saatchi er nú jafnframt viðfangsefni rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins vegna rangfærslna í bókhaldi fyrirtækisins. Einn stofnanda fyrirtækisins auk fleiri stjórnanda hafa sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Pipar gerir athugasemdir við þetta í kærunni og segir ljóst að M&C Saatchi geti varla talist uppfylla almennar reglur um fyrirtæki sem séu gjaldgeng til viðskiptasambanda í innkaupa- og útboðsferlum opinberra aðila. Þannig kunni að vera ástæða til að útiloka M&C Saatchi frá útboðsferlinu.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchio og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. 13. maí 2020 16:35
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37