Sportpakkinn: Ástand Laugardalsvallar ekki lengur helsta áhyggjuefni KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 16:52 Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson þurfa að komast til Íslands í sóttkví. vísir/vilhelm Meðal verkefna KSÍ fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 er að koma landsliðsmönnunum Birki Bjarnasyni og Emil Hallfreðssyni heim frá Ítalíu svo þeir geti farið í sóttkví. En hvernig komast þeir til landsins ef það verður búið að setja á farbann á Ítalíu? „Það hefur verið erfitt að lesa í fréttir frá Ítalíu. Eitt af því sem við höfum heyrt er að farbannið nái ekki yfir fólk sem þurfi að yfirgefa landið vegna vinnu sinnar. Það eru ýmsir vinklar á þessu,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Í upphafi var helsta áhyggjuefni KSÍ hvort hægt væri að spila leikinn á Laugardalsvelli. Í dag eru áhyggjuefnin töluvert fleiri vegna kórónuveirunnar sem hefur mikil áhrif á daglegt líf og íþróttaviðburði um allan heim „Það sem við höfðum mestar áhyggjur af í upphafi, völlurinn, eru kannski orðnar minnstar áhyggjur í dag. Það er hálf öfugsnúið að við höfum minnstar áhyggjur af grasinu í mars á Íslandi,“ sagði Klara. Hún segir að ef samkomubann verði sett á fari verði engir áhorfendur á leik Íslands og Rúmeníu. „Þá fylgjum við því að sjálfsögðu. Við fylgjum öllum tilmælum frá landlækni. Ef það verður samkomubann spilum við fyrir luktum dyrum,“ sagði Klara. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Gera allt til að koma Birki og Emil heim Wuhan-veiran Laugardalsvöllur EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Meðal verkefna KSÍ fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 er að koma landsliðsmönnunum Birki Bjarnasyni og Emil Hallfreðssyni heim frá Ítalíu svo þeir geti farið í sóttkví. En hvernig komast þeir til landsins ef það verður búið að setja á farbann á Ítalíu? „Það hefur verið erfitt að lesa í fréttir frá Ítalíu. Eitt af því sem við höfum heyrt er að farbannið nái ekki yfir fólk sem þurfi að yfirgefa landið vegna vinnu sinnar. Það eru ýmsir vinklar á þessu,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Í upphafi var helsta áhyggjuefni KSÍ hvort hægt væri að spila leikinn á Laugardalsvelli. Í dag eru áhyggjuefnin töluvert fleiri vegna kórónuveirunnar sem hefur mikil áhrif á daglegt líf og íþróttaviðburði um allan heim „Það sem við höfðum mestar áhyggjur af í upphafi, völlurinn, eru kannski orðnar minnstar áhyggjur í dag. Það er hálf öfugsnúið að við höfum minnstar áhyggjur af grasinu í mars á Íslandi,“ sagði Klara. Hún segir að ef samkomubann verði sett á fari verði engir áhorfendur á leik Íslands og Rúmeníu. „Þá fylgjum við því að sjálfsögðu. Við fylgjum öllum tilmælum frá landlækni. Ef það verður samkomubann spilum við fyrir luktum dyrum,“ sagði Klara. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Gera allt til að koma Birki og Emil heim
Wuhan-veiran Laugardalsvöllur EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira