Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 13:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseta virðir fyrir sér fána frá sovéttímanum með andlitum Vladímírs Lenín og Jósefs Stalín. Enginn hefur ríkt lengur í Rússland en Pútín frá því að Stalín lést árið 1953. AP/Alexei Nikolsky/Spútnik Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl. Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, styður tillögu um breytingu á stjórnarskrá sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. Pútín er ekki kjörgengur þá samkvæmt núgildandi stjórnarskrá Rússlands. Umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands sem Pútín lagði óvænt fram í janúar eru af mörgum taldar eiga að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að fjórða kjörtímabili hans sem forseta lýkur eftir fjögur ár. Þingmenn Sameinaðs Rússlands lögðu til í dag að stjórnarskránni yrði breytt þannig að Pútín fengi að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og bjóða sig fram aftur til forseta líkt og það væri í fyrsta skipti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dúman, neðri deild þingsins, er þegar búin að samþykkja tillöguna. Pútín, sem hefur stýrt Rússlandi með harðri hendi í tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá tíð harðstjórans Jósefs Stalín, segist styðja tillögu flokksins. Hann sé andsnúinn því að afnema ákvæði um hámarksembættissetu en fylgjandi því að endurskoða hversu lengi menn mega gegna forsetaembættinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði Pútín gert lítið úr möguleikanum á að hann gæti setið áfram sem forseti eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Á föstudag sagði hann verkamönnum og aðgerðasinnum í Ivanovo að hann vildi ekki afnema ákvæði sem takmarka hversu lengi menn geta setið á forsetastóli. Það væri þó ekki vegna þess að hann óttaðist sjálfan sig eða að hann gæti „gengið af göflunum“. „Stöðugleiki, yfirveguð þróun landsins kann að vera mikilvæg núna en seinna þegar landið verður sjálfsöruggara og auðugra verður sannarlega þörf á því að tryggja mannabreytingar í ríkisstjórninni,“ sagði Pútín. Stjórnarskrárbreytingarnar eru enn til umræðu á rússneska þinginu en til stendur að leggja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl.
Rússland Tengdar fréttir Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15