Gunnhildur Yrsa tryggði Íslandi sigur á Úkraínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 16:00 Tíunda landsliðsmark Gunnhildar Yrsu tryggði Íslandi sigur á Úkraínu. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40