Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. mars 2020 11:13 Hermenn kanna vegabréf farþega á aðaljárnbrautarstöðinni í Mílanó. Ströngum ferðatakmörkunum hefur verið komið á í landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Antonio Calanni Sérfræðingar í sóttvörnum og lýðheilsu lýsa efasemdum um að ákvörðun ítalskra stjórnvalda um að leggja á ferða- og samkomubann á allt landið vegna kórónuveirunnar sé sjálfbært og að það muni hamla útbreiðslu veirunnar. Aðgerðir Ítala eru sagðar einar þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í heiminum í hálfa öld. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöldi um hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig verður samkomu-og ferðabann sem hefur verið í gildi á landinu norðanverðu útvíkkað og mun nú gilda um landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax í dag. Í aðgerðunum felst að Ítölum verður eingöngu heimilt að ferðast á milli staða ef um alvarleg vinnutengt mál eru að ræða eða heilsutengt neyðartilfelli. Yfirvöld hafa nú biðlað til einkarekinna fyrirtækja að gefa starfsfólki leyfi til 3. apríl. Sjá einnig: Algert ferða- og samkomubann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Skólastarfi, á öllum námsstigum hefur verið aflýst. Allar menningarstofnanir, á borð við söfn og kvikmyndahús, verða lokaðar en trúarstofnanir verða áfram opnar almenningi sé það tryggt að minnst einn metri verði ávallt á milli fólks. Trúarathafnir hafa aftur á móti verið bannaðar. Aðgerðirnar eru afar íþyngjandi en á Ítalíu búa um sextíu milljónir manna. Ákvörðun stjórnvalda er talin til marks um alvarleika stöðunnar en 9.172 hafa greinst með veiruna á Ítalíu og 463 látið lífið vegna hennar. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt við að það sligast vegna álags. Conte sagði að aðgerðunum væri ætlað að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Tölfræðin sýndi að tíminn væri á þrotum og að róttækra aðgerða væri þörf. Rómarbúi kemur að læstum dyrum í verslun sem var lokað í varúðarskyni vegna kórónuveirunnar í gær.AP/Roberto Monaldo/LaPresse Ekki sjálfbært til lengri tíma litið Ekki eru þó allir sannfærðir um að aðgerðir ítalskra stjórnvalda eigi eftir að skila árangri. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við vara meðal annars við því að svo róttækar aðgerðir geti sligað efnahag Ítalíu og skapað þreytu vegna viðbúnaðarins hjá almenningi. „Þetta verður langvinnur faraldur og grípa þarf til viðeigandi ráðstafana á réttum tíma til að hámarka áhrifin, hjálpa að tryggja að farið sé eftir þeim og lágmarka efnahagslegan og félagslegan kostnað. Þessar aðgerðir hafa sennilega skammtímaáhrif. Hins vegar, ef það er ekki hægt að viðhalda þeim til lengri tíma er líklegt að það eina sem þær geri verði að seinka faraldrinum um stund,“ segir John Edmunds, prófessor við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í London. Francois Balloux, prófessor við University College í London, tekur í svipaðan streng. Markmiðið með aðgerðum sem þessum sé að hafa stjórn á útbreiðslu farsóttarinnar og tryggja að sjúkrahús ráði við fjölda sjúklinga. „Mögulegi ábatinn er augljós en slíkar aðgerðir eru greiðar dýru verði fyrir einstaklinga, samfélög og hagkerfið. Það er heldur ekki sjálfbært að halda sóttkví á landsvísu í gildi mjög lengi,“ segir Balloux. Sjúkraliði í hlífðarbúningi vegna kórónuveirunnar fyrir utan bráðadeild sjúkrahús í Cremona á Norður-Ítalíu.AP/Claudio Furlan/Lapresse Líkt við stríðsástand Ekkert bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum sé í rénun á Ítalíu þrátt fyrir að fyrsti einstaklingurinn sem greindist með veiruna þar í febrúar hafi nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Tilfellum fjölgar svo hratt á Norður-Ítalíu að læknar þar líkja ástandinu við það þegar forgangsraða þurfti sjúklingum á stríðstímum og ákveða þurfti hver lifði, hver dæi og hver fengi pláss á gjörgæslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig hefur Svæfingar- og bráðalækningasamband Ítalíu gefið út siðferðislegar ráðleggingar í fimmtán liðum fyrir lækna sem þurfa að ákveða hvaða sjúklinga eigi að leggja inn á gjörgæsludeild á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og skortur er á plássum. Læknum er þar ráðlagt að líta til aldurs sjúklinga og líkanna á að þeir lifi af, ekki aðeins til þess hver leitar sér fyrst aðstoðar. Héraðsstjórnin í Langbarðalandi reynir nú að bæta við rýmum á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa með því að breyta skurðstofum og sjúkrastofum í einangrunardeildir fyrir á fimmta hundrað manns sem eru þungt haldnir af sjúkdómnum. Ekki er víst að það hrökkvi til. Massimo Galli, yfirmaður sóttvarna hjá Sacco-sjúkrahúsinu í Mílanó, bendir á að fjöldi smita sem greindust í Langbarðalandi í síðustu viku sé sambærilegur við þau sem greindust í Wuhan í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum, seint í janúar. Dánartíðnin af völdum veirunnar hefur verið hærri á Ítalíu en annars staðar í heiminum. Á landsvísu er hún 5% en 6% í Langbarðalandi. Í öðrum löndum hafa um 3-4% þeirra sem smitast látið lífið. Giovanni Rezza, yfirmaður sóttvarna hjá Heilbrigðisstofnun Ítalíu, rekur það til þess að ítalska þjóðin sé sú elsta í heiminum á eftir Japönum. Miðgildisaldur þeirra sem hafa látist á Ítalíu sé áttatíu ára. Wuhan-veiran Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33 Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Sérfræðingar í sóttvörnum og lýðheilsu lýsa efasemdum um að ákvörðun ítalskra stjórnvalda um að leggja á ferða- og samkomubann á allt landið vegna kórónuveirunnar sé sjálfbært og að það muni hamla útbreiðslu veirunnar. Aðgerðir Ítala eru sagðar einar þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í heiminum í hálfa öld. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöldi um hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig verður samkomu-og ferðabann sem hefur verið í gildi á landinu norðanverðu útvíkkað og mun nú gilda um landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax í dag. Í aðgerðunum felst að Ítölum verður eingöngu heimilt að ferðast á milli staða ef um alvarleg vinnutengt mál eru að ræða eða heilsutengt neyðartilfelli. Yfirvöld hafa nú biðlað til einkarekinna fyrirtækja að gefa starfsfólki leyfi til 3. apríl. Sjá einnig: Algert ferða- og samkomubann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Skólastarfi, á öllum námsstigum hefur verið aflýst. Allar menningarstofnanir, á borð við söfn og kvikmyndahús, verða lokaðar en trúarstofnanir verða áfram opnar almenningi sé það tryggt að minnst einn metri verði ávallt á milli fólks. Trúarathafnir hafa aftur á móti verið bannaðar. Aðgerðirnar eru afar íþyngjandi en á Ítalíu búa um sextíu milljónir manna. Ákvörðun stjórnvalda er talin til marks um alvarleika stöðunnar en 9.172 hafa greinst með veiruna á Ítalíu og 463 látið lífið vegna hennar. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt við að það sligast vegna álags. Conte sagði að aðgerðunum væri ætlað að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Tölfræðin sýndi að tíminn væri á þrotum og að róttækra aðgerða væri þörf. Rómarbúi kemur að læstum dyrum í verslun sem var lokað í varúðarskyni vegna kórónuveirunnar í gær.AP/Roberto Monaldo/LaPresse Ekki sjálfbært til lengri tíma litið Ekki eru þó allir sannfærðir um að aðgerðir ítalskra stjórnvalda eigi eftir að skila árangri. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við vara meðal annars við því að svo róttækar aðgerðir geti sligað efnahag Ítalíu og skapað þreytu vegna viðbúnaðarins hjá almenningi. „Þetta verður langvinnur faraldur og grípa þarf til viðeigandi ráðstafana á réttum tíma til að hámarka áhrifin, hjálpa að tryggja að farið sé eftir þeim og lágmarka efnahagslegan og félagslegan kostnað. Þessar aðgerðir hafa sennilega skammtímaáhrif. Hins vegar, ef það er ekki hægt að viðhalda þeim til lengri tíma er líklegt að það eina sem þær geri verði að seinka faraldrinum um stund,“ segir John Edmunds, prófessor við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í London. Francois Balloux, prófessor við University College í London, tekur í svipaðan streng. Markmiðið með aðgerðum sem þessum sé að hafa stjórn á útbreiðslu farsóttarinnar og tryggja að sjúkrahús ráði við fjölda sjúklinga. „Mögulegi ábatinn er augljós en slíkar aðgerðir eru greiðar dýru verði fyrir einstaklinga, samfélög og hagkerfið. Það er heldur ekki sjálfbært að halda sóttkví á landsvísu í gildi mjög lengi,“ segir Balloux. Sjúkraliði í hlífðarbúningi vegna kórónuveirunnar fyrir utan bráðadeild sjúkrahús í Cremona á Norður-Ítalíu.AP/Claudio Furlan/Lapresse Líkt við stríðsástand Ekkert bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum sé í rénun á Ítalíu þrátt fyrir að fyrsti einstaklingurinn sem greindist með veiruna þar í febrúar hafi nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Tilfellum fjölgar svo hratt á Norður-Ítalíu að læknar þar líkja ástandinu við það þegar forgangsraða þurfti sjúklingum á stríðstímum og ákveða þurfti hver lifði, hver dæi og hver fengi pláss á gjörgæslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig hefur Svæfingar- og bráðalækningasamband Ítalíu gefið út siðferðislegar ráðleggingar í fimmtán liðum fyrir lækna sem þurfa að ákveða hvaða sjúklinga eigi að leggja inn á gjörgæsludeild á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og skortur er á plássum. Læknum er þar ráðlagt að líta til aldurs sjúklinga og líkanna á að þeir lifi af, ekki aðeins til þess hver leitar sér fyrst aðstoðar. Héraðsstjórnin í Langbarðalandi reynir nú að bæta við rýmum á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa með því að breyta skurðstofum og sjúkrastofum í einangrunardeildir fyrir á fimmta hundrað manns sem eru þungt haldnir af sjúkdómnum. Ekki er víst að það hrökkvi til. Massimo Galli, yfirmaður sóttvarna hjá Sacco-sjúkrahúsinu í Mílanó, bendir á að fjöldi smita sem greindust í Langbarðalandi í síðustu viku sé sambærilegur við þau sem greindust í Wuhan í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum, seint í janúar. Dánartíðnin af völdum veirunnar hefur verið hærri á Ítalíu en annars staðar í heiminum. Á landsvísu er hún 5% en 6% í Langbarðalandi. Í öðrum löndum hafa um 3-4% þeirra sem smitast látið lífið. Giovanni Rezza, yfirmaður sóttvarna hjá Heilbrigðisstofnun Ítalíu, rekur það til þess að ítalska þjóðin sé sú elsta í heiminum á eftir Japönum. Miðgildisaldur þeirra sem hafa látist á Ítalíu sé áttatíu ára.
Wuhan-veiran Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33 Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33
Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18