Verðlaunaði sig með sumarbústaðaferð og bíður eftir kalli að utan Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 22:00 Guðrún Brá stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta móti sumarsins sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina. vísir/s2s Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira