Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 20:37 Glatt var á hjalla í heitu pottunum í Árbæjarlaug í morgun þegar fastagestir hittust á ný eftir nærri tveggja mánaða sundbann. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44
Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49