Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 14:04 Xi Jinping, forseti Kína, ræði við Covid-sjúkling í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við faraldrinum á ársþingi WHO í dag. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin. Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin.
Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16