Margrét, Rán og Þórarinn verðlaunuð fyrir barnabækur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2020 11:39 Frá afhendingunni við Höfða í dag. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við nokkuð óvenjulegar aðstæður í ár vegna Covid-19 og heldur síðar en venjan er. Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Þórarinn Eldjárn hljóta Barnabókaveðlaun Reykjavíkurborgar 2020 fyrir bækurnar Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann og Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhenti höfundunum verðlaunin í Höfða en í stað hefðbundinnar móttöku var brugðið á það ráð að kvikmynda athöfnina til að fleiri mættu njóta og fagna með höfundunum og má sjá stikluna á vefjum Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni, flokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Þetta eru elstu barnabókverðlaun á Íslandi en þau voru fyrst veitt sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973. Árið 2016 voru Dimmalimm verðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkur sameinuð og urðu flokkarnir þá þessir þrír. Verðlaunaféð er 350.000 kr. í hverjum flokki. Í ár fékk dómnefndin 108 bækur til skoðunar, 32 frumsamdar á íslensku, 54 þýddar og 20 myndríkar. Þetta er um 20% aukning milli ára og var hún mest í flokki þýddra bóka. Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og nú er ljóst hvaða þrjár bækur hljóta verðlaunin í ár. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Tinna Ásgeirsdóttir, sem var formaður, Ásmundur Kristberg Örnólfsson, Helga Birgisdóttir, Karl Jóhann Jónsson og Valgerður Sigurðardóttir. Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn gaf út. Rán Flygenring hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók fyrir bók sína Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann. Angústúra gaf út. Þórarinn Eldjárn hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýddra bóka fyrir þýðingu sína á Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Mál og menning gaf út. Umsagnir dómnefndar: Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur Mikill fengur er að nýjasta verki Margrétar Tryggvadóttur, Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir, þar sem lesendur eru listilega leiddir inn í samfélag, ævi og verk eins ástsælasta málara þjóðarinnar. Í bókinni er ofið saman ævi listamannsins og sögu 20. aldarinnar. Samtímis fræðast lesendur um þroska Kjarvals sem listamanns sem og stefnum og straumum í listaheiminum. Hér er því um að ræða marglaga frásögn þar sem hvert lag mætir öðru svo úr verður samfelld og heillandi frásögn. Frásagnarmátinn er hreinn og beinn og Margréti tekst ákaflega vel að segja sögu Kjarvals með skýrum og læsilegum hætti í texta sem hentar bæði þeim yngri og þeim eldri. En bókin er ekki aðeins textinn heldur eru myndir, myndatextar og markviss litanotkun jafnframt hluti af heildarverkinu. Þar eru ljósmyndir af hlutum úr eigu Kjarvals, ljósmyndir af honum sjálfum, myndir af verkum hans og fleira nýtt til að skapa heillandi heild og færa lesandann nær viðfangsefninu en ella. Jóhannes Kjarval var listamaður allrar þjóðarinnar, eins og margoft kemur fram í bókinni og vildi að sem flestir nytu verka hans – og kaus þess vegna að selja verk sín ekki of háu verði. Í Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir er, á aðgengilegan hátt, sögð saga sem ætti að vekja áhuga hvers og eins bæði á manninum sjálfum og verkum hans og stuðlar þannig bæði að því að viðhalda vinsældum listamannsins og áhuga þjóðarinnar á honum sem og afla honum nýrra aðdáenda. Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring spannar sögu Vigdísar Finnbogadóttur frá því hún var ung stelpa í Reykjavík, fjölbreyttan starfsferil hennar og forsetatíð. Rán hefur farið frumlega leið til að kynna Vigdísi forseta fyrir yngri lesendum og halda nafni merkilegrar konu á lofti. Frásagnarmátinn er hlýlegur, við erum stödd í kaffisamsæti með ungum höfundi sem hefur boðið sér í heimsókn og spyr viðmælanda sinn spjörunum úr. Uppbygging bókarinnar og samspil mynda og texta skapar sterka og fallega heild þar sem myndstíllinn styður fullkomlega við anda bókarinnar. Teikningarnar hafa yfir sér prakkaralegt yfirbragð, eru afslappaðar og óþvingaðar með mikilli hreyfingu og líflegum og glaðlegum litum, og koma þannig til skila að sagan er sögð frá sjónarhóli barns. Rán nýtir sér stíl teiknimyndasagna, notar talblöðrur og handskrifað letur með mismunandi leturgerðum sem dýpka og bæta við frásögn Vigdísar af eigin ferli, auk þess sem hver opna er full af húmorískum smáatriðum, svo úr verður stórvel gerð flétta þar sem mynd og texti hnýta saman dásamlega frásögn. Á yfirborðinu fjallar sagan um hvernig það atvikaðist að Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti heims og veitir jafnframt mikilvæga innsýn í sögu kvennabaráttu á 20. öld, á sniðugan og fróðlegan hátt sem höfðar vel til yngri lesenda. Rithöfundurinn ungi leikur sjálf veigamikið hlutverk í sögunni, hún er ekki síðri fyrirmynd en fyrsti kvenforseti þjóðarinnar. Kjarkur hennar og framhleypni verða okkur öllum til fyrirmyndar í fallegri sögu sem fjallar þegar upp er staðið um hugrekki kvenna á öllum aldri. Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárns Þórarinn Eldjárn tekst á við það vandaverk að þýða Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson og ferst það listilega vel úr hendi. Sagan segir frá litlu kríli sem æðir aleitt af stað út í heim eftir hörmulega andvökunótt. Krílið er afar feimið, hreinlega dauðskelkað við allt og alla, en einsemdin rekur það samt út í óvissuna í leit að félagsskap og huggun. Í þýðingu sinni nýtir Þórarinn sér hefðbundið ljóðform íslenskunnar og sannast að þar fer kunnáttumaður með hryn og ljóðstafi. Þrátt fyrir æði flókna ímyndunarveröld textans rennur sagan lipurt og á köflum bregður fyrir skemmtilegum rímtilþrifum eins og þýðandinn er þekktur fyrir. Þetta er frásagnarmáti sem hentar Þórarni einstaklega vel og í honum tryggir hann sér það listræna frelsi sem honum er svo eðlislægt. Sagan segir frá kríli, morru og stelpustrái, en er umfram allt saga um einsemd, hugrekki og leitina að væntumþykju. Veröldin sem blasir við krílinu er draumkennd og ævintýraleg, oftar en ekki hrollköld og óvinveitt, og hver lesandi þarf að túlka hann með sínu lagi. Í þýðingu sinni tekst Þórarni einstaklega vel að framkalla þennan fjarstæðukennda heim, að endurskapa andrúmsloft ótta og einmanaleika en jafnframt samkenndina með litlu söguhetjunni. Þórarinn skrifar ævinlega á skapandi íslensku og í sögunni leikur hann sér að því að flétta saman orðfæri ólíkra kynslóða, eða eins og segir í blálokin: „Nú vagga ljósin sælu út um hafið hljótt og kjurt, nú huggum við hvert annað og óttinn víkur burt.“ Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við nokkuð óvenjulegar aðstæður í ár vegna Covid-19 og heldur síðar en venjan er. Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Þórarinn Eldjárn hljóta Barnabókaveðlaun Reykjavíkurborgar 2020 fyrir bækurnar Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann og Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhenti höfundunum verðlaunin í Höfða en í stað hefðbundinnar móttöku var brugðið á það ráð að kvikmynda athöfnina til að fleiri mættu njóta og fagna með höfundunum og má sjá stikluna á vefjum Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni, flokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Þetta eru elstu barnabókverðlaun á Íslandi en þau voru fyrst veitt sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973. Árið 2016 voru Dimmalimm verðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkur sameinuð og urðu flokkarnir þá þessir þrír. Verðlaunaféð er 350.000 kr. í hverjum flokki. Í ár fékk dómnefndin 108 bækur til skoðunar, 32 frumsamdar á íslensku, 54 þýddar og 20 myndríkar. Þetta er um 20% aukning milli ára og var hún mest í flokki þýddra bóka. Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og nú er ljóst hvaða þrjár bækur hljóta verðlaunin í ár. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Tinna Ásgeirsdóttir, sem var formaður, Ásmundur Kristberg Örnólfsson, Helga Birgisdóttir, Karl Jóhann Jónsson og Valgerður Sigurðardóttir. Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn gaf út. Rán Flygenring hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók fyrir bók sína Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann. Angústúra gaf út. Þórarinn Eldjárn hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýddra bóka fyrir þýðingu sína á Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Mál og menning gaf út. Umsagnir dómnefndar: Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur Mikill fengur er að nýjasta verki Margrétar Tryggvadóttur, Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir, þar sem lesendur eru listilega leiddir inn í samfélag, ævi og verk eins ástsælasta málara þjóðarinnar. Í bókinni er ofið saman ævi listamannsins og sögu 20. aldarinnar. Samtímis fræðast lesendur um þroska Kjarvals sem listamanns sem og stefnum og straumum í listaheiminum. Hér er því um að ræða marglaga frásögn þar sem hvert lag mætir öðru svo úr verður samfelld og heillandi frásögn. Frásagnarmátinn er hreinn og beinn og Margréti tekst ákaflega vel að segja sögu Kjarvals með skýrum og læsilegum hætti í texta sem hentar bæði þeim yngri og þeim eldri. En bókin er ekki aðeins textinn heldur eru myndir, myndatextar og markviss litanotkun jafnframt hluti af heildarverkinu. Þar eru ljósmyndir af hlutum úr eigu Kjarvals, ljósmyndir af honum sjálfum, myndir af verkum hans og fleira nýtt til að skapa heillandi heild og færa lesandann nær viðfangsefninu en ella. Jóhannes Kjarval var listamaður allrar þjóðarinnar, eins og margoft kemur fram í bókinni og vildi að sem flestir nytu verka hans – og kaus þess vegna að selja verk sín ekki of háu verði. Í Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir er, á aðgengilegan hátt, sögð saga sem ætti að vekja áhuga hvers og eins bæði á manninum sjálfum og verkum hans og stuðlar þannig bæði að því að viðhalda vinsældum listamannsins og áhuga þjóðarinnar á honum sem og afla honum nýrra aðdáenda. Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring spannar sögu Vigdísar Finnbogadóttur frá því hún var ung stelpa í Reykjavík, fjölbreyttan starfsferil hennar og forsetatíð. Rán hefur farið frumlega leið til að kynna Vigdísi forseta fyrir yngri lesendum og halda nafni merkilegrar konu á lofti. Frásagnarmátinn er hlýlegur, við erum stödd í kaffisamsæti með ungum höfundi sem hefur boðið sér í heimsókn og spyr viðmælanda sinn spjörunum úr. Uppbygging bókarinnar og samspil mynda og texta skapar sterka og fallega heild þar sem myndstíllinn styður fullkomlega við anda bókarinnar. Teikningarnar hafa yfir sér prakkaralegt yfirbragð, eru afslappaðar og óþvingaðar með mikilli hreyfingu og líflegum og glaðlegum litum, og koma þannig til skila að sagan er sögð frá sjónarhóli barns. Rán nýtir sér stíl teiknimyndasagna, notar talblöðrur og handskrifað letur með mismunandi leturgerðum sem dýpka og bæta við frásögn Vigdísar af eigin ferli, auk þess sem hver opna er full af húmorískum smáatriðum, svo úr verður stórvel gerð flétta þar sem mynd og texti hnýta saman dásamlega frásögn. Á yfirborðinu fjallar sagan um hvernig það atvikaðist að Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti heims og veitir jafnframt mikilvæga innsýn í sögu kvennabaráttu á 20. öld, á sniðugan og fróðlegan hátt sem höfðar vel til yngri lesenda. Rithöfundurinn ungi leikur sjálf veigamikið hlutverk í sögunni, hún er ekki síðri fyrirmynd en fyrsti kvenforseti þjóðarinnar. Kjarkur hennar og framhleypni verða okkur öllum til fyrirmyndar í fallegri sögu sem fjallar þegar upp er staðið um hugrekki kvenna á öllum aldri. Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárns Þórarinn Eldjárn tekst á við það vandaverk að þýða Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson og ferst það listilega vel úr hendi. Sagan segir frá litlu kríli sem æðir aleitt af stað út í heim eftir hörmulega andvökunótt. Krílið er afar feimið, hreinlega dauðskelkað við allt og alla, en einsemdin rekur það samt út í óvissuna í leit að félagsskap og huggun. Í þýðingu sinni nýtir Þórarinn sér hefðbundið ljóðform íslenskunnar og sannast að þar fer kunnáttumaður með hryn og ljóðstafi. Þrátt fyrir æði flókna ímyndunarveröld textans rennur sagan lipurt og á köflum bregður fyrir skemmtilegum rímtilþrifum eins og þýðandinn er þekktur fyrir. Þetta er frásagnarmáti sem hentar Þórarni einstaklega vel og í honum tryggir hann sér það listræna frelsi sem honum er svo eðlislægt. Sagan segir frá kríli, morru og stelpustrái, en er umfram allt saga um einsemd, hugrekki og leitina að væntumþykju. Veröldin sem blasir við krílinu er draumkennd og ævintýraleg, oftar en ekki hrollköld og óvinveitt, og hver lesandi þarf að túlka hann með sínu lagi. Í þýðingu sinni tekst Þórarni einstaklega vel að framkalla þennan fjarstæðukennda heim, að endurskapa andrúmsloft ótta og einmanaleika en jafnframt samkenndina með litlu söguhetjunni. Þórarinn skrifar ævinlega á skapandi íslensku og í sögunni leikur hann sér að því að flétta saman orðfæri ólíkra kynslóða, eða eins og segir í blálokin: „Nú vagga ljósin sælu út um hafið hljótt og kjurt, nú huggum við hvert annað og óttinn víkur burt.“
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira