Þurfum að hafa kjark og þor til að taka á móti ungum leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2020 07:00 Óli Stefán Flóventsson á æfingasvæði KA. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
„Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA
Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45
Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15
Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03