Will Ferrell varð hugfanginn af Eurovision: „Þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 14:00 Will Ferrell elskar Eurovision. Svo mikið að hann ákvað að gera mynd um keppnina. Toppiði það. Vísir/EPA Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur. Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur.
Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira