Topplið Evrópu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 12:30 Talið er að Borussia Dortmund verði af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern leik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Gerir það um 619 milljarða íslenskra króna. Miðast þessar tölur við að deildarkeppni í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu fari aftur af stað og yfirstandandi leiktímabil klárist í haust. Gangi það ekki eftir er talið að félögin í þessum deildum verði af rúmlega sex milljörðum punda eða yfir billjarð íslenskra króna. BBC greinir frá. Upphæðirnar útskýra af hverju knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt jafn mikla vinnu og raun ber vitni í það að finna lausnir á hvernig megi klára tímabilin í stærstu deildum Evrópu. Þá verður reynt að klára undankeppnir Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu fyrir október en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem enn á eftir að klára báðar þessar keppnir. Annar höfuðverkur UEFA er svo landsleikir en Ísland á til að mynda eftir að spila umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Þó það hafi gengið vel að koma á regluverki er varðar prófanir á leikmönnum í Þýskalandi og í stærstu deildum Evrópu þá segir Tim Meyer, yfirmaður læknanefndar UEFA, að það verði hægara sagt en gert að yfirfæra það kerfi á öll 55 aðildarríki sambandsins. Þó svo að deildir víðsvegar um Evrópu fari aftur af stað á komandi vikum þá er samt reiknað með að félög verði af gríðarlegu fjármagni. Borussia Dortmund verður til að mynda af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern heimaleik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Gerir það um 619 milljarða íslenskra króna. Miðast þessar tölur við að deildarkeppni í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu fari aftur af stað og yfirstandandi leiktímabil klárist í haust. Gangi það ekki eftir er talið að félögin í þessum deildum verði af rúmlega sex milljörðum punda eða yfir billjarð íslenskra króna. BBC greinir frá. Upphæðirnar útskýra af hverju knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt jafn mikla vinnu og raun ber vitni í það að finna lausnir á hvernig megi klára tímabilin í stærstu deildum Evrópu. Þá verður reynt að klára undankeppnir Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu fyrir október en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem enn á eftir að klára báðar þessar keppnir. Annar höfuðverkur UEFA er svo landsleikir en Ísland á til að mynda eftir að spila umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Þó það hafi gengið vel að koma á regluverki er varðar prófanir á leikmönnum í Þýskalandi og í stærstu deildum Evrópu þá segir Tim Meyer, yfirmaður læknanefndar UEFA, að það verði hægara sagt en gert að yfirfæra það kerfi á öll 55 aðildarríki sambandsins. Þó svo að deildir víðsvegar um Evrópu fari aftur af stað á komandi vikum þá er samt reiknað með að félög verði af gríðarlegu fjármagni. Borussia Dortmund verður til að mynda af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern heimaleik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira