Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 16:08 Sigurður fór með ÍR alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Vísir/Vilhelm Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01