Sautján ára forystusauður og Guðrún tveimur höggum á undan Ólafíu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 18:59 Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með forystuna í Mosfellsbæ. MYND/SETH@GOLF.IS Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með tveggja högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir tvo hringi af þremur á ÍSAM-mótinu í golfi í Mosfellsbæ. Áhugakylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR er efstur í karlaflokki. Guðrún hafði fjögurra högga forskot eftir fyrsta hring sem hún lék á nýju vallarmeti Hlíðavallar eða 68 höggum. Hún lék seinni hringinn í dag hins vegar á 74 höggum og er því samtals á -2 höggum. Ólafía lék á pari nú síðdegis líkt og fyrri hringinn í dag, og stefnir því í harða keppni á þriðja og síðasta hringnum á morgun. Valdís Þóra Jónsdóttir er tíu höggum á eftir Guðrúnu eftir að hafa leikið á 79 höggum seinni hringinn í dag. Dagbjartur Sigurbrandsson er aðeins 17 ára en er efstur á ÍSAM-mótinu eftir daginn.MYND/SETH@GOLF.IS Dagbjartur, sem er aðeins 17 ára, lék afar vel í dag eða á 70 höggum fyrri hringinn og svo 68 höggum síðdegis. Hann er því samtals á -6 höggum, með tveggja högga forskot á annan áhugakylfing, heimamanninn Björn Óskar Guðjónsson. Mótið gefur stig inn á heimslista áhugamanna. Efstir atvinnukylfinga eru þeir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson sem leikið hafa samtals á -2 höggum, líkt og Kristófer Orri Þórðarson. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er samtals á pari eftir 69 högga seinni hring í dag, en Haraldur Franklín Magnús er á +2 höggum í 16.-18. sæti. Golf Tengdar fréttir Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. 16. maí 2020 18:00 Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45 Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer í Mosfellsbæ. 16. maí 2020 14:15 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með tveggja högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir tvo hringi af þremur á ÍSAM-mótinu í golfi í Mosfellsbæ. Áhugakylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR er efstur í karlaflokki. Guðrún hafði fjögurra högga forskot eftir fyrsta hring sem hún lék á nýju vallarmeti Hlíðavallar eða 68 höggum. Hún lék seinni hringinn í dag hins vegar á 74 höggum og er því samtals á -2 höggum. Ólafía lék á pari nú síðdegis líkt og fyrri hringinn í dag, og stefnir því í harða keppni á þriðja og síðasta hringnum á morgun. Valdís Þóra Jónsdóttir er tíu höggum á eftir Guðrúnu eftir að hafa leikið á 79 höggum seinni hringinn í dag. Dagbjartur Sigurbrandsson er aðeins 17 ára en er efstur á ÍSAM-mótinu eftir daginn.MYND/SETH@GOLF.IS Dagbjartur, sem er aðeins 17 ára, lék afar vel í dag eða á 70 höggum fyrri hringinn og svo 68 höggum síðdegis. Hann er því samtals á -6 höggum, með tveggja högga forskot á annan áhugakylfing, heimamanninn Björn Óskar Guðjónsson. Mótið gefur stig inn á heimslista áhugamanna. Efstir atvinnukylfinga eru þeir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson sem leikið hafa samtals á -2 höggum, líkt og Kristófer Orri Þórðarson. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er samtals á pari eftir 69 högga seinni hring í dag, en Haraldur Franklín Magnús er á +2 höggum í 16.-18. sæti.
Golf Tengdar fréttir Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. 16. maí 2020 18:00 Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45 Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer í Mosfellsbæ. 16. maí 2020 14:15 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. 16. maí 2020 18:00
Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45
Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer í Mosfellsbæ. 16. maí 2020 14:15