Frumsýna Eurovision-mynd Will Ferrell í júní Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:35 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein