Óttast aðra bylgju vegna mikils fjölda í sýnatökum Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:05 Íbúar neyðast til þess að standa í löngum röðum þar sem fólk virðir fjarlægðarmörk misvel. Vísir/AP Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira