Innlent

Um þriðjungur íbúa skráð sig í skimun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.
Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill

1.200 manns hafa skráð sig í skimun fyrir Covid-19 í Bolungarvík og á Ísafirði sem hófst í morgun. Verið er að skoða hvort hægt sé að fjölga plássum í skimun upp í 1.500.

Skimanirnar hófust í morgun á fjórum stöðum á Ísafirði og einum í Bolungarvík. Í samtali við Vísi segist Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, ánægður með hversu margir hafi skráð sig, um þriðjungur íbúa þessara tveggja bæjarfélaga.

Skimarnir eru samvinnuverki heilbrigðisstofnunarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar en skimað verður fram á föstudag.

„Það hefur verið mikið smit þannig að það er ekki skrýtið að samfélagið taki við sér,“ segir Gylfi. Líkt og greint var frá í gær hafa 72 greinst með Covid-19 á norðanverðum Vestfjörðum, þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.

Á Bergi eru sex smitaðir og fjórir í einangrun að sögn Gylfa en í gær var greint frá því að tveir einstaklingar með tengsl við Berg hafi greinst með Covid-19. Gylfi segir að þeir búi í íbúðum í sama húsi og hjúkrunarheimilið er staðsett.


Tengdar fréttir

Smitum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum

Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×