Keflvíkingar grilluðu fyrir framlínufólk Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 23:00 Dominykas Milka var á meðal þeirra sem sáu um að færa framlínufólkinu veitingar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42
Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00
Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10
Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33