Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 15:58 Ítrekað kom til átaka á mili mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í fyrra. EPA/JEON HEON-KYUN Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang. Kína Hong Kong Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang.
Kína Hong Kong Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent