Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:34 Líkt og aðrar mun snyrtistofa Agnesar Óskar Guðjónsdóttur hafa verið lokuð í sex vikur þegar hún opna má aftur, Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira