Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. maí 2020 11:00 Íris og Lucas ásamt drengjunum sínum Indigo, 5 ára og Sky, 7 ára. Vilhelm/Vísir „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. Íris Ann og Lucas Keller kynntust í Flórens á Ítalíu árið 2005 þar sem hún lærði ljósmyndun og Lucas kokkinn. Þau felldu fljótt hugi saman og segjast hafa fundið strax fyrir því að þau voru með sameigninlega ástríðu fyrir mat, matarmenningu og listum. Lucas segir þau fljótt hafa byrjað að láta sig dreyma og fundið að þau vildu stefna á það að vinna saman í framtíðinni. Í sex ár áður en staðurinn okkar opnaði byrjuðum við að láta okkur dreyma og skrifuðum allt niður á ferðalögum okkar. Okkur fannst alveg jafn mikilvægt að skrifa niður hvað við vildum ekki og við vorum mjög dugleg að heimsækja staði og finna út hvað það var sem heillaði okkur. Íris var alltaf með skissubókina á sér og ég veit ekki hvað við fylltum margar bækur af hugmyndum. Veitingastaðurinn The CooCoo's Nest sem er til húsa í verbúðunum á Granda. Vilhelm/Vísir Hvernig var að vera par í námi á Ítalíu? Hvað gerðuð þið til að rækta sambandið? „Við vorum eins og svo margir námsmenn ekki með mikið á milli handanna en reyndum að vera dugleg að gera okkur dagamun“, svarar Íris. „Þar sem ástríða okkar beggja var að fara út að borða á mismunandi veitingastaði þá ákváðum við að fara á flott stefnumót einu sinni í mánuði.“ Íris og Lucas líta á hvort annað og brosa, greinilega bæði sokkin í góðar minningar. Svo heldur Íris áfram: Þó að við ættum lítinn pening þá ákváðum við að þykjast vera rík einu sinni í mánuði og fara fínt út að borða. Við klæddum okkur upp, fórum á þann veitingastað sem okkur langaði að fara á og reglan var sú að pæla ekki í verðinu. Við þóttumst vera rík og það var sjúklega gaman. Okkur hlakkaði til allan mánuðinn að fara á stefnumót. Árið 2008 ákváðu Íris og Lucas að láta sameiginlegan draum sinn rætast og fara saman í bakpokaferðalag. Þau ferðuðust um Asíu í átta mánuði og segja þau að þá hafi reynt mikið á stoðir sambandsins. „Þetta var algjört ævintýri en mjög erfitt á köflum líka“, segir Íris og lítur á manninn sinn. Lucas tekur við og talar um að þó að þetta hafi reynt á hafi þau komist að því að þau kunnu að bæta hvort annað upp. Við sáum að við gátum unnið saman og leyst pirring og vandamál. Það var lítið um málamiðlanir sem sýndi að við vorum greinilega í takt. Við notuðum tímann vel í hugmyndavinnu og reyndum að heimsækja eins marga veitingastaði og kaffihús og við gátum. En hvað varð til þess að þau ákváðu að opna veitingastað á Íslandi?„Við vorum ekkert endilega viss um að við vildum opna á Íslandi og í rauninni kom allur heimurinn til greina“, segir Íris. „En okkur langaði alltaf að hafa staðsetninguna spennandi og ekki svona típíska“, grípur Lucas inn í. „Við vildum ekki opna veitingastað í miðbæjarkjarna, heldur langaði okkur að finna húsnæði í einhverju hverfi og að vera þátttakendur í því að byggja þar upp stemmningu og kúltur.“ Íris segir að vegna þess hafi þeim fundið spennandi að opna stað í verbúðunum úti á Granda. Einnig segir hún það hafa verið mikilvægt að geta verið nálægt fjölskyldunni sinni og þess vegna hafi Ísland orðið fyrir valinu. Þegar þau opnuðu fyrri staðinn sinn The CooCoo's Nest var Íris ófrísk af þeirra fyrsta barni og segir hún þann tíma að hafa verið mjög krefjandi en spennandi engu að síður. Það sem var kannski erfiðast var svefnleysið, ég var full af krafti og mikið að gera, en að fá ekki svefn gerir álagið miklu meira og þá verða áhyggjurnar líka þyngri. Þegar Íris og Lucas tóku við húsnæðinu í verbúðunum úti á Granda. Aðsend mynd Voru þið alveg sammála um hvernig staðurinn ætti að vera eða var erfitt að komast að niðurstöðu? „Það sem var svo áhugavert var að hugmyndin og conceptið var ekki alveg fullmótað þegar við opnuðum“, segir Lucas. „En það var af ásettu ráði. Við lögðum upp með einhverjar línur og standard varðandi matinn en svo langaði okkur að láta þetta þróast. Okkur fannst og finnst enn mjög mikilvægt að viðskiptavinirnir taki þátt í að móta stemmninguna og það hefur svo sannarlega gerst.“ Íris segir stemmninguna á CooCoo's vera frekar heimilislega og perónulega og það hafi fljótt myndast mjög traustur og góður kúnnahópur. Yfirleitt þegar einhver kúnni gengur inn þá þekkir hann kannski fólk á tveimur til þremur borðum. Þetta elskum við. Veitingareksturinn getur verið erfiður fjárhagslega svo að þetta er það sem gefur okkur svo mikið. Fólkið og stemmningin er það sem okkur þykir mjög vænt um. Íris segir ástæðuna fyrir því að þeim gangi vel að vinna saman sé meðal annars vera sú að þau hafi á milli sín skýra verkaskiptingu og það líði jafnvel heilu dagarnir þar sem þau varla tala saman. „Já, það er skýr verkaskipting. Ég sé um matinn og Íris sér eiginlega um allt annað“, segir Lucas og hlær. Vinnan er heimilislífið og heimilislífið vinnan. Íris og Lucas eiga nú tvö börn saman og er því óhjákvæmilegt að spyrja hvernig fjölskyldulífið fléttist saman við vinnuna þar því þau eru bæði nánast alltaf í vinnunni. Íris er fljót að svara og segir að börnin þeirra þekki í rauninni ekkert annað og að þau séu mjög mikið með þeim í vinnunni. Aðsend mynd Þau elska að vera hérna og viðskiptavinirnir okkar taka þeim mjög vel. Þetta er mjög fjölskylduvæn stemmning og stundum höfum við lent í því að annað barnið kalli af klósettinu: BÚIN!!! Þá er eiginlega ekki hægt annað en að brosa. Vinnan er svolítið heimilislífið og öfugt. Lucas og Íris tala líka um að þau hafi ákveðið að hafa ekki barnamatseðil í boði á staðnum því að þau trúa því að börn eigi að borða góðan og vandaðan mat rétt eins og við fullorðna fólkið.“ Aðsend mynd „Ef þau fá bara eins mat og við þá læra þau að borða hann“, segir Íris. „Börnin okkar hafa alltaf borðað sama mat og við og eru orðin hálfgerð gourmet börn sem hafa alist upp á CoosCoo's. Það má eiginlega segja að þau sé með ansi háan standard.“ Að vinna saman er ekki að vera saman En hvað með rómantíkina og stefnumótakvöldin, er tími fyrir það þegar þið standið bæði í rekstri og eigið ung börn? „Nei, það er nú ekki mikill tími en við reynum að hafa deitkvöld eins oft og við getum“, segir Íris og lítur með stríðnisaugum á manninn sinn „en við komumst bara svo sjaldan á kvöldin svo að við erum farin að fara miklu meira á stefnumót í hádeginu. Sumir hugsa jafnvel að við eyðum rosalega miklum tíma saman því að við vinnum saman en það er ekki þannig. Að vinna saman er ekki að vera saman.“ Lucas segir að þau elski að fara á aðra veitingastaði í bænum og prófa nýjan mat og talar hann um að það sé líka mikilvægt fyrir þau að styðja veitingahúsareksturinn á Íslandi og vera dugleg að sjá hvað er að gerast á öðrum stöðum. Hann er bestur í mat, það nær honum enginn. Þegar Lucas er spurður hverjir helstu kostirnir við að vinna með Írisi séu þá hugsar hann sig um og horfir svo á mig einbeittur. „Hún getur bara allt. Og hún er svo dugleg í öllu sem hún gerir. Hún sér bara eiginlega um allt, það er bara þannig.“ Að lokum spyr ég Írisi um kosti Lucasar og er hún fljót að svara: Hann er með svo háan standard í mat því matur er hans helsta ástríða. Hann er bestur í mat. Hann er það góður að það er enginn sem nær honum. Makamál þakka þessu skapandi og skemmtilega pari innilega fyrir spjallið og óska þeim góðs gengis með staðina sína tvo, The CooCoo's Nest og Luna Flórens. Aðsend mynd Ástin og lífið Tengdar fréttir Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 14. maí 2020 21:00 Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 14. maí 2020 20:00 Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Einhleypa vikunnar er engin önnur en söngkonan og sjarmatröllið Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 13. maí 2020 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. Íris Ann og Lucas Keller kynntust í Flórens á Ítalíu árið 2005 þar sem hún lærði ljósmyndun og Lucas kokkinn. Þau felldu fljótt hugi saman og segjast hafa fundið strax fyrir því að þau voru með sameigninlega ástríðu fyrir mat, matarmenningu og listum. Lucas segir þau fljótt hafa byrjað að láta sig dreyma og fundið að þau vildu stefna á það að vinna saman í framtíðinni. Í sex ár áður en staðurinn okkar opnaði byrjuðum við að láta okkur dreyma og skrifuðum allt niður á ferðalögum okkar. Okkur fannst alveg jafn mikilvægt að skrifa niður hvað við vildum ekki og við vorum mjög dugleg að heimsækja staði og finna út hvað það var sem heillaði okkur. Íris var alltaf með skissubókina á sér og ég veit ekki hvað við fylltum margar bækur af hugmyndum. Veitingastaðurinn The CooCoo's Nest sem er til húsa í verbúðunum á Granda. Vilhelm/Vísir Hvernig var að vera par í námi á Ítalíu? Hvað gerðuð þið til að rækta sambandið? „Við vorum eins og svo margir námsmenn ekki með mikið á milli handanna en reyndum að vera dugleg að gera okkur dagamun“, svarar Íris. „Þar sem ástríða okkar beggja var að fara út að borða á mismunandi veitingastaði þá ákváðum við að fara á flott stefnumót einu sinni í mánuði.“ Íris og Lucas líta á hvort annað og brosa, greinilega bæði sokkin í góðar minningar. Svo heldur Íris áfram: Þó að við ættum lítinn pening þá ákváðum við að þykjast vera rík einu sinni í mánuði og fara fínt út að borða. Við klæddum okkur upp, fórum á þann veitingastað sem okkur langaði að fara á og reglan var sú að pæla ekki í verðinu. Við þóttumst vera rík og það var sjúklega gaman. Okkur hlakkaði til allan mánuðinn að fara á stefnumót. Árið 2008 ákváðu Íris og Lucas að láta sameiginlegan draum sinn rætast og fara saman í bakpokaferðalag. Þau ferðuðust um Asíu í átta mánuði og segja þau að þá hafi reynt mikið á stoðir sambandsins. „Þetta var algjört ævintýri en mjög erfitt á köflum líka“, segir Íris og lítur á manninn sinn. Lucas tekur við og talar um að þó að þetta hafi reynt á hafi þau komist að því að þau kunnu að bæta hvort annað upp. Við sáum að við gátum unnið saman og leyst pirring og vandamál. Það var lítið um málamiðlanir sem sýndi að við vorum greinilega í takt. Við notuðum tímann vel í hugmyndavinnu og reyndum að heimsækja eins marga veitingastaði og kaffihús og við gátum. En hvað varð til þess að þau ákváðu að opna veitingastað á Íslandi?„Við vorum ekkert endilega viss um að við vildum opna á Íslandi og í rauninni kom allur heimurinn til greina“, segir Íris. „En okkur langaði alltaf að hafa staðsetninguna spennandi og ekki svona típíska“, grípur Lucas inn í. „Við vildum ekki opna veitingastað í miðbæjarkjarna, heldur langaði okkur að finna húsnæði í einhverju hverfi og að vera þátttakendur í því að byggja þar upp stemmningu og kúltur.“ Íris segir að vegna þess hafi þeim fundið spennandi að opna stað í verbúðunum úti á Granda. Einnig segir hún það hafa verið mikilvægt að geta verið nálægt fjölskyldunni sinni og þess vegna hafi Ísland orðið fyrir valinu. Þegar þau opnuðu fyrri staðinn sinn The CooCoo's Nest var Íris ófrísk af þeirra fyrsta barni og segir hún þann tíma að hafa verið mjög krefjandi en spennandi engu að síður. Það sem var kannski erfiðast var svefnleysið, ég var full af krafti og mikið að gera, en að fá ekki svefn gerir álagið miklu meira og þá verða áhyggjurnar líka þyngri. Þegar Íris og Lucas tóku við húsnæðinu í verbúðunum úti á Granda. Aðsend mynd Voru þið alveg sammála um hvernig staðurinn ætti að vera eða var erfitt að komast að niðurstöðu? „Það sem var svo áhugavert var að hugmyndin og conceptið var ekki alveg fullmótað þegar við opnuðum“, segir Lucas. „En það var af ásettu ráði. Við lögðum upp með einhverjar línur og standard varðandi matinn en svo langaði okkur að láta þetta þróast. Okkur fannst og finnst enn mjög mikilvægt að viðskiptavinirnir taki þátt í að móta stemmninguna og það hefur svo sannarlega gerst.“ Íris segir stemmninguna á CooCoo's vera frekar heimilislega og perónulega og það hafi fljótt myndast mjög traustur og góður kúnnahópur. Yfirleitt þegar einhver kúnni gengur inn þá þekkir hann kannski fólk á tveimur til þremur borðum. Þetta elskum við. Veitingareksturinn getur verið erfiður fjárhagslega svo að þetta er það sem gefur okkur svo mikið. Fólkið og stemmningin er það sem okkur þykir mjög vænt um. Íris segir ástæðuna fyrir því að þeim gangi vel að vinna saman sé meðal annars vera sú að þau hafi á milli sín skýra verkaskiptingu og það líði jafnvel heilu dagarnir þar sem þau varla tala saman. „Já, það er skýr verkaskipting. Ég sé um matinn og Íris sér eiginlega um allt annað“, segir Lucas og hlær. Vinnan er heimilislífið og heimilislífið vinnan. Íris og Lucas eiga nú tvö börn saman og er því óhjákvæmilegt að spyrja hvernig fjölskyldulífið fléttist saman við vinnuna þar því þau eru bæði nánast alltaf í vinnunni. Íris er fljót að svara og segir að börnin þeirra þekki í rauninni ekkert annað og að þau séu mjög mikið með þeim í vinnunni. Aðsend mynd Þau elska að vera hérna og viðskiptavinirnir okkar taka þeim mjög vel. Þetta er mjög fjölskylduvæn stemmning og stundum höfum við lent í því að annað barnið kalli af klósettinu: BÚIN!!! Þá er eiginlega ekki hægt annað en að brosa. Vinnan er svolítið heimilislífið og öfugt. Lucas og Íris tala líka um að þau hafi ákveðið að hafa ekki barnamatseðil í boði á staðnum því að þau trúa því að börn eigi að borða góðan og vandaðan mat rétt eins og við fullorðna fólkið.“ Aðsend mynd „Ef þau fá bara eins mat og við þá læra þau að borða hann“, segir Íris. „Börnin okkar hafa alltaf borðað sama mat og við og eru orðin hálfgerð gourmet börn sem hafa alist upp á CoosCoo's. Það má eiginlega segja að þau sé með ansi háan standard.“ Að vinna saman er ekki að vera saman En hvað með rómantíkina og stefnumótakvöldin, er tími fyrir það þegar þið standið bæði í rekstri og eigið ung börn? „Nei, það er nú ekki mikill tími en við reynum að hafa deitkvöld eins oft og við getum“, segir Íris og lítur með stríðnisaugum á manninn sinn „en við komumst bara svo sjaldan á kvöldin svo að við erum farin að fara miklu meira á stefnumót í hádeginu. Sumir hugsa jafnvel að við eyðum rosalega miklum tíma saman því að við vinnum saman en það er ekki þannig. Að vinna saman er ekki að vera saman.“ Lucas segir að þau elski að fara á aðra veitingastaði í bænum og prófa nýjan mat og talar hann um að það sé líka mikilvægt fyrir þau að styðja veitingahúsareksturinn á Íslandi og vera dugleg að sjá hvað er að gerast á öðrum stöðum. Hann er bestur í mat, það nær honum enginn. Þegar Lucas er spurður hverjir helstu kostirnir við að vinna með Írisi séu þá hugsar hann sig um og horfir svo á mig einbeittur. „Hún getur bara allt. Og hún er svo dugleg í öllu sem hún gerir. Hún sér bara eiginlega um allt, það er bara þannig.“ Að lokum spyr ég Írisi um kosti Lucasar og er hún fljót að svara: Hann er með svo háan standard í mat því matur er hans helsta ástríða. Hann er bestur í mat. Hann er það góður að það er enginn sem nær honum. Makamál þakka þessu skapandi og skemmtilega pari innilega fyrir spjallið og óska þeim góðs gengis með staðina sína tvo, The CooCoo's Nest og Luna Flórens. Aðsend mynd
Ástin og lífið Tengdar fréttir Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 14. maí 2020 21:00 Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 14. maí 2020 20:00 Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Einhleypa vikunnar er engin önnur en söngkonan og sjarmatröllið Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 13. maí 2020 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 14. maí 2020 21:00
Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 14. maí 2020 20:00
Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Einhleypa vikunnar er engin önnur en söngkonan og sjarmatröllið Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 13. maí 2020 20:00