Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2020 15:19 Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði virðist úr myndinni miðað við tillögu sóttvarnalæknis í minnisblaði til ráðherra. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Börnunum fylgja jafnan foreldrar og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Verið að melta stöðuna Þjóðhátíð fer fram ár hvert um Verslunarmannahelgina. Eyjamenn hafa verið tregir til að gefa upp fjölda seldra miða en áætlað hefur verið að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina ár hvert. Hörður Orri Grettisson í Herjólfsdal.Aðsend Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að fresta fótboltamótunum fram á sumarið, kæmi til þess. Rúmlega hundrað dagar væru í þjóðhátíð og ekki hefði enn sem komið er þótt ástæða til að hnika frá plönum með hátíðina. Hörður Orri sagði í stuttu samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag eðlilegt að margir hugsuðu til Eyja varðandi samkomur í sumar. „Við erum bara að melta stöðuna og munum senda frá okkur eitthvað í dag,“ sagði Hörður Orri. Ljóst er að engin þjóðhátíð myndi þýða gríðarlegt tekjutap fyrir íþróttastarf í Vestmannaeyjum. Hugsa út fyrir boxið Tillögur Þórólfs Guðnasonar um viðmiðunartöluna tvö þúsund hafa ekki verið samþykktar af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún hefur hins vegar hingað til farið í einu og öllu eftir tillögu hans. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ segir Svandís. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að husa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum.“ Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komum ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. 14. apríl 2020 14:34 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Börnunum fylgja jafnan foreldrar og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Verið að melta stöðuna Þjóðhátíð fer fram ár hvert um Verslunarmannahelgina. Eyjamenn hafa verið tregir til að gefa upp fjölda seldra miða en áætlað hefur verið að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina ár hvert. Hörður Orri Grettisson í Herjólfsdal.Aðsend Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að fresta fótboltamótunum fram á sumarið, kæmi til þess. Rúmlega hundrað dagar væru í þjóðhátíð og ekki hefði enn sem komið er þótt ástæða til að hnika frá plönum með hátíðina. Hörður Orri sagði í stuttu samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag eðlilegt að margir hugsuðu til Eyja varðandi samkomur í sumar. „Við erum bara að melta stöðuna og munum senda frá okkur eitthvað í dag,“ sagði Hörður Orri. Ljóst er að engin þjóðhátíð myndi þýða gríðarlegt tekjutap fyrir íþróttastarf í Vestmannaeyjum. Hugsa út fyrir boxið Tillögur Þórólfs Guðnasonar um viðmiðunartöluna tvö þúsund hafa ekki verið samþykktar af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún hefur hins vegar hingað til farið í einu og öllu eftir tillögu hans. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ segir Svandís. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að husa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum.“
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komum ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. 14. apríl 2020 14:34 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komum ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. 14. apríl 2020 14:34
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39